Guðni í Apple umboðinu kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Félagið GE Capital í eigu Guðna Rafns Eiríkssonar, fjárfestis og eiganda Apple umboðsins á Íslandi, hefur bæst við hluthafahóp Skeljungs með kaupum á rétt yfir fimm prósenta hlut. 7.1.2022 09:42
Halli á vöruskiptum við útlönd jókst um 86 milljarða í fyrra Íslendingar fluttu inn vörur til landsins í fyrra fyrir samanlagt rúmlega 996 milljarða króna og nam aukningin um 29 prósentum frá árinu 2020, á gengi hvors árs fyrir sig, eða um 225 milljarðar. 7.1.2022 09:27
Staðfestir úrskurð héraðsdóms um að hafna nauðasamningi Gray Line Landsréttur staðfesti fyrr í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember síðastliðnum um að hafna staðfestingu nauðasamnings Allrahanda GL sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því í júní árið 2020. 6.1.2022 18:21
Vogunarsjóðurinn Taconic kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem var stærsti hluthafi Arion banka um nokkurt skeið, hefur keypt rúmlega fimm prósenta hlut í Skeljungi sem rekur meðal annars 60 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi. 6.1.2022 14:24
Stöðvaði styrkingu krónunnar með inngripum í fyrsta sinn í þrjá mánuði Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar en hún hafði þá styrkst um nærri eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka. 6.1.2022 13:32
Bankarnir hætti frekari greiðslum í Tryggingarsjóð innstæðueigenda Til stendur að hætta gjaldtöku á innlánsstofnanir, sem eru einkum stóru bankarnir þrír, í Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) og sömuleiðis á ekki að taka upp sérstakt gjald til fjármögnunar á nýjum skilasjóð. 6.1.2022 10:29
Jón Arnór Stefánsson ráðinn til Fossa markaða Jón Arnór Stefánsson, sem var besti körfuknattsleiksmaður Íslands um langt árabil, hefur haslað sér völl á nýjum starfsvettvangi og verið ráðinn til verðbréfafyrirtækisins Fossa markaða. 5.1.2022 18:07
Hlutabréfasjóður hjá Íslandssjóðum skaraði fram úr með 60% ávöxtun Sjóðurinn IS EQUUS Hlutabréf, sem er í rekstri Íslandssjóða, var með hæstu ávöxtun allra hlutabréfasjóða á árinu 2021 en hann skilaði sjóðsfélögum sínum tæplega 60 prósenta ávöxtun. Aðrir hlutabréfasjóðir, sem eru einnig opnir fyrir almenna fjárfesta, voru með ávöxtun á bilinu 35 til 49 prósent á síðasta ári. 5.1.2022 07:01
Stærsti hluthafinn selt í Play fyrir um milljarð en keypt í Icelandair Akta sjóðir, sem voru á meðal þeirra fjárfesta sem leiddu fjármögnun Play á árinu 2021, hafa á síðustu þremur mánuðum selt yfir þriðjung allra bréfa sinna í flugfélaginu. 4.1.2022 13:00
Gildi selur í Eimskip fyrir nærri milljarð Gildi, þriðji stærsti hluthafi Eimskips, minnkaði hlut sinn í félaginu um tæplega eitt prósent í liðnum mánuði og fer eftir söluna með rúmlega ellefu prósenta eignarhlut. 4.1.2022 07:00