Innherji

Hlut­hafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar

Hörður Ægisson skrifar
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, en hann hefur setið í stjórn félagsins - fyrir hönd Laurene Jobs - frá árinu 2019.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, en hann hefur setið í stjórn félagsins - fyrir hönd Laurene Jobs - frá árinu 2019. Stöð 2/Arnar

Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið.


Tengdar fréttir

Lífs­verk seldi í Kerecis rétt fyrir risa­sölu upp á 180 milljarða

Lífeyrissjóður Verkfræðinga, sem forstjóri og stofnandi Kerecis gagnrýnir harðlega fyrir að hafa sett sig ítrekað upp á móti kaupréttaráætlun félagsins, losaði um hlut sinn skömmu áður en fyrirtækið var selt til alþjóðlegs heilbrigðisrisa í lok síðustu viku fyrir nærri 180 milljarða. Tveir aðrir lífeyrissjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahópinn í fyrra, tvöfölduðu fjárfestingu sína í Kerecis á innan við einu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×