Bandarískir sjóðir fyrirferðamestir þegar Oculis kláraði 110 milljóna dala útboð Líftæknilyfjafélagið Oculis hefur klárað hlutafjárútboð upp á samtals um 110 milljónir Bandaríkjadala en hið nýja fjármagn kemur nánast alfarið frá erlendum fjárfestingarsjóðum. Fjármögnuninni er ætlað að hraða klínískri þróunarvinnu á einu af þróunarlyfi félagsins við bráðri sjóntaugabólgu en eftir að hafa fengið jákvæða endurgjöf frá FDA fyrr í þessum mánuði hækkuðu bandarískir greinendur verulega verðmat sitt á Oculis. 30.10.2025 09:47
Greinendur vænta þess að verðbólgan haldist yfir fjögur prósent næstu mánuði Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan verði óbreytt þegar mælingin fyrir október birtist í vikunni, sú síðasta sem peningastefnunefnd Seðlabankans fær í hendurnar fyrir næsta vaxtaákvörðunarfund, og að hún muni haldast yfir fjögur prósent næstu mánuði, samkvæmt meðalspá sex greinenda. Vaxandi líkur eru samt á því að nefndin kunni að víkja frá fyrri leiðsögn sinni og horfa meira til áhrifa Vaxtamálsins á fasteignalánamarkað og þrenginga hjá stórum útflutningsfyrirtækjum sem kann að setja vaxtalækkun á dagskrá strax á fundi. 29.10.2025 15:55
Fjármagn heldur áfram að streyma úr innlendum hlutabréfasjóðum Ekkert lát var á innlausnum fjárfesta úr hlutabréfasjóðum í september en samtímis daufum markaði hefur verið nánast samfellt útflæði fjármagns í þeim sjóðum um margra mánaða skeið. 27.10.2025 18:11
Uppfylla þarf stíf skilyrði eigi að heimila samruna aðeins á grunni hagræðingar Hagræðing og samlegðaráhrifin sem af því hlýst hafa verið meðal helstu röksemda fyrir mögulegum samrunum fyrirtækja síðustu misseri, meðal annars í landbúnaði og á fjármálamarkaði, en sönnunarbyrðin í slíkri hagræðingarvörn sem hvílir á samrunaaðilum er þung, að sögn stjórnanda hjá Samkeppniseftirlitinu. Fá fordæmi eru sögð liggja fyrir í evrópskum samkeppnisrétti að samrunar séu heimilaðir með vísun í hagræðingarvörn þegar gögn málsins benda til að þeir myndu hafa skaðleg áhrif á neytendur og samkeppni. 27.10.2025 14:29
Útflutningsfélögin verma botnsætin eftir mikla raungengisstyrkingu krónunnar Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði. 25.10.2025 13:28
Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24.10.2025 13:02
Kaupin góð viðbót við fjártækniarm Símans og leiðir til hærra verðmats Kaup Símans á öllu hlutafé Greiðslumiðlunar Íslands, sem á Motus og Pei, ættu að vera „góð viðbót við fjártækniarm“ félagsins, að mati greinanda, en hlutabréfaverðið hefur hækkað nokkuð á markaði í dag. 24.10.2025 11:30
Norðurál stendur undir um fjórtán prósent af öllum tekjum Orkuveitunnar Norðurál á Grundartanga, sem þarf núna að óbreyttu að stöðva framleiðsluna um tvo þriðju um margra mánaða skeið vegna bilunar, keypti meðal annars raforku af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samtals um níu milljarða í fyrra, en fyrirtækið er sömuleiðis stór viðskiptavinur hjá HS Orku og Landsvirkjun. 22.10.2025 16:11
Væri „mjög ákjósanlegt“ að stækka fjártæknihluta Símans með yfirtökum Það felast „ákveðin skilaboð“ í því að gera fjártæknihlutann í starfsemi Símans að sérstöku dótturfélagi, að sögn forstjórans, sem segir að það væri „mjög ákjósanlegt“ að stækkað hann með yfirtökum. Tekjur á þriðja fjórðungi voru í takt við væntingar en rekstrarhagnaður lítillega yfir spám sumra greinenda. 22.10.2025 12:25
Takist vel til að samþætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð. 21.10.2025 15:47