Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eyjólfur Árni og Rann­veig Rist koma ný inn í stjórn Klíníkurinnar

Á aðalfundi Klíníkurinnar, sem starfrækir einkarekna skurðaðgerðarþjónustu í Ármúla, í gær voru þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Rannveig Rist, forstjóri ISAL-álversins í Straumsvík, kjörin ný inn í stjórn félagsins. Eyjólfur Árni, sem verður jafnframt stjórnarformaður Klíníkurinnar, segir það vera grundvallaratriði að fyrirtæki eins og Klíníkin fái að þróast í takt við þær breytingar sem eru að verða heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Er­lendur sjóðastýringarrisi bætist í hóp stærri hlut­hafa Heima

Alþjóðlega sjóðastýringarfélagið Redwheel, sem hefur meðal annars verið hluthafi í Íslandsbanka um nokkurt skeið, fjárfesti í umtalsverðum eignarhlut í Heimum í liðinni viku og er núna í hópi stærstu eigenda. Hlutabréfaverð fasteignafélagsins hefur hækkað skarpt síðustu daga en kaup sjóða í stýringu Redwheel fóru fram nokkrum dögum áður en félag í eigu Baldvins Þorsteinssonar, sem stýrir erlendri starfsemi Samherja, festi kaup á liðlega fjögurra prósenta hlut í Heimum.

Seðla­bankanum hefnist núna fyrir nei­kvætt raun­vaxta­stig um of langt skeið

Það verður bið á því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í vikunni en funheitur fasteignamarkaður, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði og óvænt hækkun á árstakti verðbólgunnar þýðir að peningastefnunefndin verður var um sig og telur það ekki áhættunnar virði að losa um aðhaldsstigið á þessum tímapunkti, að mati hagfræðinga og markaðsaðila í vaxtakönnun Innherja. Nánast fullkominn samhljómur er um að vöxtunum verði haldið óbreyttum sjötta fundinn í röð, mögulega með harðari tón en áður, en sumir benda á að Seðlabankanum hefnist núna fyrir að hafa haldið raunvöxtum neikvæðum um of langt skeið.

SKEL eignast um þriðjungs­hlut í tansanísku námu­fé­lagi

Fjárfestingafélagið SKEL hefur keypt um þriðjungshlut í tansaníska fyrirtækinu Baridi, stofnað af Íslendingi, sem heldur utan um fjölmörg rannsóknarleyfi þar í landi til námuvinnslu á ýmsum verðmætum málmum. Til að fjármagna áformaða námuvinnslu félagsins er til skoðunar að sækja frekara hlutafé frá fjárfestum hér á landi.

Gengi bréfa Al­vot­ech rýkur upp með inn­komu er­lendra sjóða­stýringar­risa

Nokkrir stórir erlendir hlutabréfasjóðir bættust nýir inn í hluthafahóp Alvotech á öðrum fjórðungi eftir að hafa staðið að kaupum á bréfum á markaði í Bandaríkjunum fyrir samanlagt jafnvirði marga milljarða króna. Skortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum hefur haft neikvæð áhrif á gengisþróun Alvotech að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins rauk upp í Kauphöllinni í dag.

Náð um tuttugu prósenta hlut­deild ör­fáum vikum eftir að salan hófst

Rétt ríflega einum mánuði eftir að dótturfélag heilbrigðistryggingarisans Cigna Group hóf sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum hefur það náð hátt í tuttugu prósenta markaðshlutdeild innan tryggingarkerfisins. Stjórnendur Cigna segjast gera ráð fyrir miklum vaxtarbroddi í sölu á líftæknilyfjahliðstæðum á næstu árum.

Verð­tryggingar­skekkja bankanna í hæstu hæðum vegna á­sóknar í verð­tryggð lán

Verðtryggingarskekkja stóru viðskiptabankanna, munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum á efnahagsreikningi þeirra, hefur margfaldast á aðeins átján mánuðum samtímis því að heimili og fyrirtæki flykkjast yfir í verðtryggða fjármögnun í skugga hárra vaxta. Skuldabréfamiðlari telur sennilegt að þessi þróun muni halda áfram af fullum þunga á næstunni sem ætti að óbreyttu að viðhalda raunvöxtum hærri en ella.

Dvínandi á­hugi er­lendra sjóða á ís­lenskum ríkis­bréfum þrátt fyrir háa vexti

Þrátt fyrir tiltölulega háan vaxtamun við útlönd hefur fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra fjárfesta á ríkisskuldabréfum stöðvast á undanförnum mánuðum eftir að hafa numið tugum milljarða króna á liðnum vetri. Gengi krónunnar hefur að sama skapi farið nokkuð lækkandi og ekki verið lægri gagnvart evrunni frá því undir árslok 2023.

Reyna að nýju að koma á kaup­réttar­kerfi eftir and­stöðu frá Gildi

Eftir að hafa mætt andstöðu frá sumum lífeyrissjóðum, einkum Gildi, við kaupréttarkerfi til handa lykilstjórnendum fyrr á árinu freista stjórnir smásölurisans Haga og fasteignafélagsins Heima þess núna að nýju að koma á slíku kerfi með breytingum frá upprunalegum tillögum, meðal annars eru vextir til leiðréttingar á nýtingaverði kaupréttanna hækkaðir nokkuð. Þá mun hámarks úthlutun kauprétta til forstjóra Haga vera helmingi minni en upphaflega var áformað.

Stór banka­fjár­festir kallar eftir „frekari hag­ræðingu“ á fjár­mála­markaði

Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku banka segir ljóst að sífellt strangara regluverk ásamt aukinni erlendri samkeppni kalli á meiri stærðarhagkvæmni og því sé eðlilegt að skoða hvort ekki séu tækifæri til „frekari hagræðingar“ á íslenskum fjármálamarkaði, en Landsbankinn er núna að klára kaup á TM af Kviku. Forstjóri Stoða, leiðandi hluthafi í umsvifamiklum ferðaþjónustufyrirtækjum, segir að ef Ísland sé orðið of dýr áfangastaður muni það „óumflýjanlega“ leiðréttast þannig að annaðhvort lækki verð á þjónustu eða gengi krónunnar gefi einfaldlega eftir.

Sjá meira