Alvogen býst við hækkun á lánshæfi eftir fjárhagslega endurskiplagningu Alvogen Pharma í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir því að Standard & Poors muni á næstu dögum uppfæra lánshæfiseinkunn samheitalyfjafyrirtækisins, meðal annars með hliðsjón af breyttri fjármagnsskipan eftir að félagið kláraði endurfjármögnun á langtímalánum þess. Matsfyrirtækið gaf út lánhæfiseinkunn til skamms tíma fyrir helgi sem var sagt endurspegla valkvætt greiðsluþrot á hluta af útistandandi skuldum Alvogen. 10.3.2025 09:25
Íbúðaskorturinn veldur því að séreignastefnan er á „hröðu undanhaldi“ Nú er svo komið að um fimm prósent landsmanna, nánast einvörðungu þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, eiga um þrjátíu prósent allra íbúða á landinu með markaðsvirði sem nemur um helmingi af stærð lífeyrissjóðakerfisins, segir framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélagsins. Vegna lóða- og íbúðaskorts fjölgar ört þeim einstaklingum sem ná ekki að eignast húsnæði, sem veldur því að þeim tekst ekki að byggja upp eigið fé, og afleiðingin er sú að séreignastefnan er á „hröðu undanhaldi.“ 7.3.2025 11:38
Alvogen klárar rúmlega níutíu milljarða endurfjármögnun á lánum félagsins Alvogen í Bandaríkjunum hefur klárað langþráða endurfjármögnun á lánum samheitalyfjafyrirtækisins að jafnvirði um 90 milljarða króna frá hópi sérhæfðra bandarískra stofnanafjárfesta. Matsfyrirtækið S&P lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen í byrjun ársins ásamt því að setja félagið á svonefndan athugunarlista og vísaði þá meðal annars til óvissu vegna endurfjármögnunar á skuldum þess. 7.3.2025 09:33
Beint tap ríkisins af lægra virði banka vegna sértækra skatta yfir 60 milljarðar Samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins er léleg, meðal annars út af miklum opinberum álögum, og bankaskattar valda því að virði eignarhluta ríkisins í bönkum er um 64 milljörðum lægra en ella til viðbótar við óbein áhrif í formi minni hagvaxtar og fjárfestingar, að sögn bankagreinanda. Hann telur að vaxtamunur banka sé „stórlega ofmetinn og rangtúlkaður“ í almennri umræðu og kemst að þeirri niðurstöðu að Arion sé talsvert undirverðlagður á markaði. 6.3.2025 05:02
Hjörleifur tekur við stjórnarformennskunni í Festi í stað Guðjóns Þrátt fyrir að vera kjörinn áfram til stjórnarstarfa þá hefur Guðjón Reynisson, stjórnarformaður Festi í meira en þrjú ár, gefið eftir formennskuna til Hjörleifs Pálssonar eftir að ný stjórn skipti með sér verkum að loknum aðalfundi félagsins fyrr í dag. Talsverðar breytingar urðu sömuleiðis á tilnefningarnefnd smásölurisans en fyrrverandi formaður hennar, sem var gagnrýnd fyrir störf nefndarinnar af stórum hluthafa á átakafundi fyrir um ári, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. 5.3.2025 17:09
Meirihluti fólks á barneignaraldri verði brátt „leiguliðar þeirra sem eldri eru“ Á undanförnum tveimur áratugum hefur hlutfall íbúða í eigu fólks á barneignaraldri lækkað talsvert á sama tíma og það fjölgar verulega í hópi þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri sem fjárfesta í íbúðum til viðbótar þeirri sem þeir búa í, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags. Samkvæmt gögnum sem hann hefur dregið fram má sjá að öll aukningin í viðbótaríbúðum sem hafa bæst á markaðinn á því tímabili hafa farið til þeirra sem eldri eru. 5.3.2025 12:08
Tveir lífeyrissjóðir selja stóran hluta af stöðu sinni í Eik Einn stærsti fjárfestirinn í Eik hefur á síðustu vikum selt verulegan hluta af stöðu sinni en hlutabréfaverð fasteignafélagsins er niður um meira en tíu prósent frá því um miðja febrúarmánuð. Á sama tíma og tveir lífeyrissjóðir hafa verið minnka talsvert við sig í Eik hefur meðal annars umsvifamikill verktaki verið að kaupa í félaginu og er nú meðal stærstu hluthafa. 4.3.2025 15:37
Viðsnúningur í rekstri INNO gæti skilað hluthöfum SKEL „miklum ávinningi“ Það þarf ákaflega lítinn bata í rekstri belgísku verslunarkeðjunnar INNO, sem SKEL keypti á liðnu ári ásamt sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, til að það skili sér í margföldun á hlutafjárvirði þess í bókum fjárfestingafélagsins, að mati hlutabréfagreinanda. Virði óskráðra eigna er lítillega vanmetið í reikningum SKEL og verðmatsgengi á félaginu er talsvert yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu. 1.3.2025 12:23
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku hættir störfum hjá bankanum Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku síðustu ár hefur látið af störfum en ráðgjöfin hjá bankanum er meðal annars innlendur umsjónaraðili í áformuðu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka síðar á árinu. 28.2.2025 18:22
Fossar juku hlutaféð um 600 milljónir eftir hækkun á eiginfjárkröfu bankans Hlutafé Fossa var hækkað í tveimur áföngum með skömmu millibili undir lok síðasta árs að fjárhæð samtals sex hundruð milljónir en aukningin, sem er sögð til að styðja við áframhaldandi vöxt, var meðal annars gerð til uppfylla nýja lágmarks eiginfjárkröfu af hálfu fjármálaeftirlitsins. Efnahagsreikningur Fossa nærri tvöfaldaðist að stærð á liðnu ári á meðan hreinar rekstrartekjur jukust um sextíu prósent en fjárfestingabankinn skilaði hins vegar lítillegu tapi fyrir skatt. 27.2.2025 14:57