Sýknuð af því að hafa logið til um hópnauðgun Hæstiréttur Kýpur hefur fellt niður dóm yfir konu sem var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa logið til um hópnauðgun sem hún sagði hafa átt sér stað á hóteli árið 2019. 31.1.2022 11:28
Hungur líklega ástæða fjöldadauða en grannt fylgst með fuglaflensunni Fuglaflensa greindist ekki í sýnum sem tekin voru úr svartfuglshræjum sem fundust á ströndum við Austurland. Ástæða fjöldadauðans er ekki ljós en sérfræðingar Matvælastofnunar telja hungur líklegustu skýringuna. 31.1.2022 10:51
Íhuga að falla frá skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsmanna Stjórnvöld á Englandi hafa það nú til skoðunar að falla frá skyldubólusetningum framlínustarfsmanna í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt gildandi reglum ber öllum þeim sem falla í þann hóp að vera fullbólusettir 1. apríl næstkomandi. 31.1.2022 08:51
Einn stærsti einkaskóli Queensland setur samkynhneigða undir sama hatt og barnaníðinga Einn af stærstu einkareknu skólum Queensland í Ástralíu hefur sent foreldrum barna sem hyggjast sækja um í skólanum samninga, þar sem kveðið er á um að „samkynhneigðir gjörningar“ séu ósiðlegir og á pari við barna- og dýraníð. 31.1.2022 07:57
Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31.1.2022 07:29
Fjórir handteknir vegna líkamsárásar og eldur slökktur í strætó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í miðborginni í nótt og handtók alla fjóra sem voru í bílnum vegna gruns um líkamsárás. Þá er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. 31.1.2022 06:29
Þrír drengir fluttir á Landspítala eftir flugeldaslys Þrír drengir voru fluttir með sjúkrabifreiðum á Landspítalann um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að flugeldar sprungu í höndum þeirra. Voru þeir með áverka á höndum, í andliti, á augum og við eyrun. 31.1.2022 06:10
Biðtíminn styttist eitthvað en fyrri yfirlýsingar „alls ekki raunhæfar“ Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum um næstu mánaðamót. Yfirlæknir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana segir biðtímann eftir svörum mögulega munu styttast en fyrirheit sem gefin voru þegar skimanirnar fluttust frá Krabbameinsfélaginu hafi ekki verið raunhæf. 26.1.2022 07:30
Safna fé fyrir bálstofu í Rjúpnadal og vilja sæti í stjórn Kirkjugarðanna Forsvarsmenn Bálfarafélags Íslands mótmæla harðlega nýju frumvarpi sem gerir ráð fyrir að ákvæði um samnefnt félag verði fellt brott úr lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. 22.1.2022 09:00
Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21.1.2022 10:36