Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21.1.2022 06:51
Lögregla ítrekað kölluð út vegna láta og einstaklinga í annarlegu ástandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varði töluverðum tíma í nótt í að sinna útköllum vegna hávaðakvartana og einstaklinga í annarlegu ástandi. 21.1.2022 06:25
Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. 20.1.2022 10:21
Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. 20.1.2022 08:09
Forsvarsmenn verslunar og ferðaþjónustu kalla eftir bólusetningarvottorðum Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir óþol atvinnulífsins gagnvart sóttvarnaaðgerðum og örum breytingum þar á orðið mikið. 20.1.2022 06:57
Lögregla kölluð út vegna kattar „í góðum gír“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á miðnætti um vælandi kött í póstnúmerinu 103. Þegar komið var á staðinn reyndist eigandinn ekki heima en kötturinn var „í góðum gír“ að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. 20.1.2022 06:25
Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19.1.2022 11:41
Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19.1.2022 08:30
Nýtt lyf gegn arfgengu heilblæðingunni gæti einnig nýst Alzheimer-sjúklingum Til stendur að rannsaka hvort nýtt lyf sem er í þróun í tengslum við arfgengu íslensku heilablæðinguna gagnist einnig þeim sem þjást af Alzheimer-sjúkdómnum. 19.1.2022 06:42
Svona var 195. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar um stöðu Covid-faraldursins hér á landi, klukkan 11 í dag. Fundinum verður streymt beint hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 19.1.2022 06:00