Vaktin: Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og fleiri loka í Rússlandi Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8.3.2022 23:00
LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. 8.3.2022 19:36
Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8.3.2022 12:36
Rússar hóta að skrúfa fyrir gas til Evrópu Leiðtogar Evrópuríkjanna munu funda í Frakklandi á fimmtudag til að ræða leiðir til að gera álfuna óháða olíu og gasi frá Rússlandi. Þarlendir ráðamenn hafa brugðist við hugmyndum um verslunarbann á olíu með því að hóta að hætta að selja gas til Evrópu. 8.3.2022 06:21
Vaktin: Telja að Rússar muni brátt reyna að stöðva vopnasendingar til Úkraínu „Ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun hann ekki láta staðar numið þar,“ sagði Gitanas Nauseda, forseti Litháen, við utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar þeir funduðu í dag um innrás Rússa í Úkraínu. „Árás á einn er árás á alla,“ var svar Antony Blinken. 7.3.2022 19:50
Forsætisráðherra Ástralíu segir stríðið í Úkraínu ögurstundu fyrir Kínverja Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hefur varið afstöðu þarlendra stjórnvalda til átakanna í Úkraínu. Hann segir þau munu tala fyrir friðarviðræðum. Samkvæmt New York Times neitar hann að kalla aðgerðir Rússa „innrás“. 7.3.2022 08:13
Rússar boða tímabundið vopnahlé til að greiða fyrir rýmingu fjögurra borga Interfax fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum innan varnarmálaráðuneytis Rússlands að árásum verði tímabundið hætt og öruggar flóttaleiðir opnaðar fyrir almenna borgara Kænugarðs, Maríupól, Kharkív og Súmí. 7.3.2022 06:25
Leita leiða til að sjá Úkraínumönnum fyrir MiG-herþotum Bandaríkjamenn skoða nú leiðir til að sjá Úkraínumönnum fyrir herþotum frá Póllandi en ein leiðin væri að Pólverjar sendu nágrannaþjóð sinni þotur gegn því að fá nýjar herþotur frá Bandaríkjunum. 6.3.2022 14:34
Ráðleggingar Erdogan fóru inn um eitt eyra og út um hitt Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hvatti Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag til að lýsa yfir vopnahléi í Úkraínu, hleypa almennum borgurum í öruggt skjól og komast að friðarsamkomulagi við Úkraínumenn. 6.3.2022 12:37
Segir mikilvægt að ræða varnarstefnu Íslands „Líklega þarf ekki nema áhöfn eins kafbáts eða einnar lúxussnekkju rússnesks auðjöfurs, sem lóna fyrir utan hafnir landsins öll sumur, til að taka yfir helstu stofnanir landsins,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur í færslu á Facebook. 6.3.2022 12:17