Hörmungar, djörfung og dáð Hinn 24. febrúar síðastliðinn réðust Rússar inn í Úkraínu og umbreyttu stöðu öryggis- og varnarmála í Evrópu. 8.12.2022 07:01
Segja byggingaráform við Bankastræti mögulega ógn við stjórn landsins Forsætisráðuneytið hefur skilað inn minnisblaði til skipulagsfulltrúans í Reykjavík vegna fyrirhugaðrar byggingar fyrir aftan Stjórnarráðið, þar sem segir að áformin gætu mögulega falið í sér ógn við öryggi æðstu stjórnar landsins. 8.12.2022 06:38
Segjast hvorki hafa hvatt né stutt Úkraínu til árása í Rússlandi „Við höfum hvorki hvatt Úkraínumenn né stutt þá til að gera árásir í Rússlandi,“ sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í samtali við blaðamenn í gær. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki lýst árásunum á hendur sér. 7.12.2022 09:25
Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið „Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“ 7.12.2022 08:35
Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. 7.12.2022 08:04
Segir lögregluembættin ekki hafa sinnt skráningu og eyðingu gagna Í nýrri skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum á síðasta ári eru lögregluembættin og yfirstjórn lögreglunnar harðlega gagnrýnd fyrir meðferð og vörslu upplýsinga. 7.12.2022 06:56
Geimherinn vill rannsaka jónahvolfið frá Íslandi Utanríkisráðuneytinu hafa verið kynntar hugmyndir um mælingar á jónahvolfinu frá Íslandi, af geimher Bandaríkjanna (e. United States Space Force). Fullrúar USSF hafa þegar komið hingað til lands í vettvangskönnun. 7.12.2022 06:31
Boðar stríð á hendur „reiðmönnum endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“ Inger Andersen, framkvæmdastjóri umhverfismálastofunar Sameinuðu þjóðanna, segir mannkynið í stríði við náttúruna og að það verði að semja um frið. 6.12.2022 11:45
Óttast dreifingu ösku á útivistarsvæðum og í almenningsgörðum Reykjavíkurborg segir útivistarsvæði sveitarfélaga mögulega geta orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu, ef öskudreifing verður gefin frjáls. Lagt er til að afla verði heimildar landeigenda eða umráðamanna lands áður en ösku er dreift. 6.12.2022 09:37
Eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtækjunum metnir á 354 milljarða Samanlagt virði eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, Landsbankanum og Sparisjóði Austurlands nam 354 milljörðum króna miðað við sex mánaða uppgjör bankanna og hlutdeild ríkisins í eigin fé. Þá stóð eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka í 42,5 prósentum. 6.12.2022 08:05