Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 08:18 Margir Repúblikanar horfa nú til DeSantis sem vænlegs valkostar í stað Donald Trump. Getty/Spencer Platt Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. Ríkisstjórinn Ron DeSantis, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, sagðist í gær styðja frekari takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi. Pólitískt er málið flókið þar sem 64 prósent Flórídabúa eru þeirrar skoðunar að aðgengi að þungunarrofi eigi að vera frjálst, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Meirihluti Bandaríkjamanna er sama sinnis. Eins og sakir standa er þungunarrof bannað í Flórída eftir fimmtándu viku meðgöngu, undantekningalaust. Engar undanþágur gilda um þau tilvik þar sem þungunin er til komin vegna nauðgunar eða sifjaspella. Frumvörpin sem nú liggja fyrir þinginu gera ráð fyrir að þungunarrof verði bannað eftir sjöttu viku, nema þegar um er að ræða þungun sökum nauðgunar eða sifjaspella eða hættu sem steðjar að heilsu konunnar. Í þeim tilvikum verður heimilt að framkvæmda þungunarrof fram að fimmtándu viku. Í frumvörpunum er einnig kveðið á um bann gegn uppáskrift þungunarrofslyfja eftir símaviðtal og krafa gerð um að þungunarrof sé framkvæmt af lækni. Læknar sem brjóta gegn ákvæðum frumvarpsins munu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Demókratar hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega og meðal annars vakið athygli á því að breytingarnar munu einnig hafa áhrif á konur frá Louisiana, Mississippi og Alabama, sem hafa neyðst til að sækja þungunarrofsþjónustu til Flórída. Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Ríkisstjórinn Ron DeSantis, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, sagðist í gær styðja frekari takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi. Pólitískt er málið flókið þar sem 64 prósent Flórídabúa eru þeirrar skoðunar að aðgengi að þungunarrofi eigi að vera frjálst, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Meirihluti Bandaríkjamanna er sama sinnis. Eins og sakir standa er þungunarrof bannað í Flórída eftir fimmtándu viku meðgöngu, undantekningalaust. Engar undanþágur gilda um þau tilvik þar sem þungunin er til komin vegna nauðgunar eða sifjaspella. Frumvörpin sem nú liggja fyrir þinginu gera ráð fyrir að þungunarrof verði bannað eftir sjöttu viku, nema þegar um er að ræða þungun sökum nauðgunar eða sifjaspella eða hættu sem steðjar að heilsu konunnar. Í þeim tilvikum verður heimilt að framkvæmda þungunarrof fram að fimmtándu viku. Í frumvörpunum er einnig kveðið á um bann gegn uppáskrift þungunarrofslyfja eftir símaviðtal og krafa gerð um að þungunarrof sé framkvæmt af lækni. Læknar sem brjóta gegn ákvæðum frumvarpsins munu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Demókratar hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega og meðal annars vakið athygli á því að breytingarnar munu einnig hafa áhrif á konur frá Louisiana, Mississippi og Alabama, sem hafa neyðst til að sækja þungunarrofsþjónustu til Flórída.
Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira