Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 12:18 Carlson hefur gerst uppvís að því að segja eitt á skjánum en annað bak við tjöldin og óvíst hvort hann trúir því sjálfur sem hann heldur fram um óeirðirnar. Getty/Jason Koerner Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi. Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Það var sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sem birti myndskeiðið, sem hann sagði til marks um að árásin hefði ekki falið í sér óeirðir eða uppreisn heldur „friðsamlega kaos“. Þáttastjórnandinn hefur ítrekað haldið því fram að meira hafi verið gert úr árásinni en efni stóðu til. Carlson sagði myndskeiðið, sem hann fékk frá Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, sýna að á meðan fámennur hópur mótmælenda hefði gerst sekur um ofbeldi hefðu flestir þeirra verið í útsýnistúr um þinghúsið. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að það hefðu verið mistök hjá Fox News að mála mynd af atburðum sem gengi þvert á niðurstöðu lögregluyfirvalda í þinghúsinu. Vísaði hann meðal annars í minnisblað lögreglustjórans Tom Manger, þar sem sagði að þáttur Carlson hefði verið uppfullur af meiðandi og misvísandi niðurstöðum um atburðina 6. janúar 2021. „QAnon-seiðmaðurinn“ er án efa eitt þekktasta andlit innrásarinnar í þinghúsið.Getty/Win McNamee Aðdáendur Carlson og fylgismenn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur sætt rannsókn vegna óeirðanna, hafa bent á að myndskeiðið sýni Jacob Chansley rölta rólega um ganga þinghússins í fylgd lögreglu. Chansley er eitt þekktasta andlit innrásarinnar og gengur undir viðurnefninu „QAnon-seiðmaðurinn“. Hann var dæmdur í 41 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Carlson sagði í þætti sínum að lögregla hefði veitt Chansley leiðsögn um þinghúsið en Manger segir staðhæfinguna bæði falska og fáránlega. Lögreglumennirnir á vakt hefðu gert sitt besta til að ræða við innrásarmenn og fá þá til að yfirgefa þinghúsið. Samkvæmt yfirvöldum var ráðist á 140 lögreglumenn í árásinni á þinghúsið. 300 hafa verið ákærðir í tengslum við málið, meðal annars fyrir ofbeldisverk og og fyrir að hindra lögreglu í störfum sínum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira