Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda. 12.1.2023 10:49
Fimm létust og þrettán særðust þegar maður ók inn í hóp af fólki Lögregluyfirvöld í Guangzhou í Kína hafa handtekið mann sem ók inn í hóp af fólki. Fimm létust og þrettán særðust. Atvikið hefur vakið mikla reiði í Kína. 12.1.2023 06:52
Gjaldskrá Lyfjastofnunar hækkar um 10,6 prósent Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið gjaldskrá Lyfjastofnunar 2023 sem hækkar að meðaltali um 10,6 prósent miðað við síðasta ár. Breytingin mun taka gildi 1. mars næstkomandi. 12.1.2023 06:37
Grunsamlegur náungi reyndist eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í Hlíðahverfi í Reykjavík í gærkvöldi í tengslum við líkamsárás og fíkniefnamisferli. Þá voru tveir handteknir í Vogahverfinu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum, eftir að bifreið þeirra valt. 12.1.2023 06:19
Flugbanni í Bandaríkjunum aflétt en lítið vitað um orsök Fjölda flugferða hefur verið frestað í Bandaríkjunum vegna bilunar sem upp er komin í kerfi sem sendir út viðvaranir til flugmanna um mögulegar ógnir á flugleiðum. 11.1.2023 12:15
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 146 prósent árið 2022 Brottförum erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 146 prósent milli ára, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Brottfarir voru 1,7 milljón árið 2022, um milljón fleiri en árið 2021. 11.1.2023 09:20
Rannsókn stendur yfir vegna úrans sem fannst á Heathrow Hryðjuverkalögregla Lundúna hefur hafið rannsókn í kjölfar þess að úran fannst í pakka á Heathrow flugvelli í desember. Scotland Yard staðfesti fregnirnar í gærkvöldi. 11.1.2023 08:12
Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11.1.2023 07:28
Atvinnuleysi í desember 3,4 prósent Skráð atvinnuleysi í desember var 3,4 prósent en var 3,3 prósent í nóvember. 6.448 voru atvinnulausir í desember að meðaltali; 3.616 karlar og 2.832 konur. 11.1.2023 06:54
Lögregla kölluð til vegna hótana, líkamsárása og veikinda Tveir menn voru handteknir í miðborginni í gærkvöldi í tveimur aðskildum málum. Annar var handtekinn fyrir hótanir en hinn vegna líkamsárásar. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. 11.1.2023 06:38