Háskóli Íslands leggst enn gegn banni við rekstri spilakassa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2023 06:53 Rektor segir HÍ ekki geta verið án fjármuna HHÍ, sem hafa verið notaðir til að fjármagna byggingar háskólans. Vísir/Ívar Háskóli Íslands er enn á móti því að rekstur spilakassa verði bannaður. Í umsögn um frumvarp þess efnis segir Jón Atli Benediktsson rektor meðal annars að skólinn hafi hreinlega ekki efni á því að kassarnir verði bannaðir. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor. Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor.
Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira