Daglegum lokunum við gosstöðvarnar aflétt Opið verður inn á gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesskaga í dag, frá Suðurstrandavegi. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að daglegum lokunum hafi verið aflétt. 8.8.2023 08:42
Meta beitt dagsektum í Noregi fyrir brot á persónuverndarlögum Yfirvöld í Noregi hafa lagt dagsektir á tæknirisann Meta, eiganda Facebook, fyrir að brjóta gegn persónuverndarlögum. Sektirnar byrja að óbreyttu að telja frá og með 14. ágúst og nema 13 milljón krónum á dag. 8.8.2023 07:50
Lífsförunautur Söndru Bullock látinn eftir þriggja ára baráttu við ALS Bryan Randall, maðurinn sem leikkonan Sandra Bullock kallaði „ástina í lífi sínu“, lést á laugardag. Í tilkynningu frá fjölskyldu Randall sagði að hann hefði greinst með ALS fyrir þremur árum. 8.8.2023 06:55
Maðurinn handtekinn og færður undir læknishendur Maðurinn sem braut rúðu á heimili á Völlunum í Hafnarfirði í gær og ógnaði öðrum með eggvopni var handtekinn og færður undir læknishendur. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til. 8.8.2023 06:32
Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26.7.2023 11:33
Vél rýmd vegna veikinda farþega eftir langa bið í 37 stiga hita Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvers vegna flugvél Delta Air Lines var kyrrsett á Harry Reid International Airport í Las Vegas í nokkrar klukkustundir í yfir 37 stiga hita á mánudag. 21.7.2023 08:47
Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21.7.2023 07:30
Óvenjumikið álag vegna umgangspesta og veirusýkinga Afar erilsamt hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í sumar og á bilinu 170 til 240 manns sótt móttökuna á hverjum degi. Álagið má meðal annars rekja til fjölda ferðamanna á landinu en einnig ýmissa umgangspesta. 21.7.2023 06:47
Lögðu hald á leikfangabyssur eftir ónæði í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manna sem voru sagðir aka um miðborgina og skjóta gelkúlum úr leikfangabyssum úr bifreiðinni. Þóttu þeir hafa valdið miklu ónæði með þessu og lagði lögregla hald á byssurnar. 21.7.2023 06:28
Ekkert samkomulag í höfn en ákveðin skref tekin fram á við Ekkert samkomulag náðist í viðræðum erindreka Bandaríkjanna og Kína um loftslagsmál sem staðið hafa yfir í Pekíng. John Kerry, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, sagðist hins vegar fagna því að viðræður væru hafnar á ný. 20.7.2023 09:34