Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 07:26 Sigríður segir algjöra málefnaþurrð hjá VG. Vísir/Arnar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira