Ísland á möguleika á að vera meðal stærstu þjóða í fiskeldi Ísland gæti orðið fjórða stærsta land í heimi í fiskeldi gangi spá Boston Consulting Group eftir, sagði framkvæmdastjóri hjá SalMar sem er næststærsta laxeldisfyrirtæki í heimi. 6.10.2023 09:54
Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4.10.2023 17:24
Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4.10.2023 13:02
Eldisfyrirtæki þurfa að eiga viðskipti sín á milli um svæði fyrir árið 2028 Læra á af reynslu Norðmanna og Færeyinga af fiskeldi. Þess vegna mun einungis eitt eldisfyrirtæki fá að vera með starfsemi á hverju svæði fyrir sig. Fyrirtækin hafa til ársins 2028 til að eiga viðskipti sín á milli til að leysa úr stöðunni, upplýsti skrifstofustjóri hjá matvælaráðuneytinu. 4.10.2023 10:37
Skráning Arnarlax „skref í að ná meiri samfélagslegri sátt“ um laxeldi Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Bíldudal er skráð á hlutabréfamarkað, sagði forstjóri Arnarlax við skráningu laxeldsins á markað. „Þetta er skref í að ná meiri samfélagslegri sátt um það sem við erum að gera.“ 3.10.2023 16:00
Landsbréf: Lífeyrissjóðir ættu að mega eiga stærri hlut í sjóðum Landsbréf, sjóðastýring Landsbankans, segir óþarfi að banna lífeyrssjóðum, eins og lög geri, að eiga meira en 25 prósent af hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og stærri hluta en 20 prósent í öðrum sjóðum eða félögum. 27.9.2023 14:01
Lífeyrissjóðir vilja bíða með aukið valfrelsi og starfshópur rýni málið Landssamtök lífeyrissjóða og Frjálsi lífeyrissjóðurinn leggja til að beðið verði með að leggja frumvarp um aukið valfrelsi til fjárfestinga í viðbótarsparnaði og að hópur sem vinnur að gerð grænbókar um lífeyriskerfið rýni í málið fyrst. Grænbókin er undanfari hvítbókar með tillögum um lagabreytingar. 27.9.2023 07:31
Ódýrasta tryggingafélagið á hlutabréfamarkaði sé „líklega“ TM Markaðsvirði Sjóvár og VÍS er næstum tvöfalt á við bókfært virði eigin fjár á meðan fjárfestar verðleggja Kviku, sem á TM, á tæplega bókfært eigið fé. „Þetta er sérstaklega athyglisvert því að rekstur TM er stór hluti“ í rekstri bankans, segir í hlutabréfagreiningu, og TM sé því „líklega“ ódýrasta tryggingafélagið á markaðinum. 26.9.2023 13:01
Kaup Brims á hlut í Iceland Seafood „skref í að vinna með öðrum í sölu“ Forstjóri Brims segir um kaup á ellefu prósenta hlut í Iceland Seafood International að lengi hafi staðið til að styrkja sölukerfi útgerðarinnar á fiskafurðum. „Þetta er eitt skref í að vinna með öðrum í sölu.“ 25.9.2023 16:38
Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna. 25.9.2023 13:28