Fjárfestar gætu fengið miklar vaxtatekjur af Sýn vegna sölu á stofnneti Líklega mun Sýn greiða „mjög hraustlega“ arðgreiðslu í vor, ef ekki fyrr, eftir sölu á stofnneti. Fjárfestar gætu fengið tugi prósenta í vaxtatekjur miðað við núverandi markaðsvirði, segir í verðmati Jakobsson Capital sem metur hlutabréfaverð Sýnar 67 prósentum yfir markaðsvirði. 22.9.2023 16:13
Rocky Road hefur safnað 700 milljónum og þarf núna að framkvæma Íslenska leikjafyrirtækið Rocky Road, sem Þorsteinn Friðriksson stofnandi Plain Vanilla fer fyrir, hefur aukið hlutafé sitt um þrjár milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 410 milljóna króna. Samanlagt hefur fyrirtækið safnað 700 milljónum króna frá innlendum og erlendum fjárfestum frá stofnun félagsins við upphaf árs í fyrra. 21.9.2023 16:01
„Áþreifanleg ruðningsáhrif“ vegna uppgangs í ferðaþjónustu Uppgangur ferðaþjónustu hefur stuðlað að litlu atvinnuleysi og sett mikinn þrýsting á aðra innviði, þar með talið húsnæðismarkað þar sem meirihluti nýs starfsfólks í ferðaþjónustu kemur erlendis frá, segir Seðlabankinn. Ruðningsáhrif atvinnugreinarinnar hafa því verið „áþreifanleg“ en hún hefur um leið átt mestan þátt í að stuðla að batnandi viðskiptajöfnuði. 20.9.2023 15:11
Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20.9.2023 13:05
Framleiðni stendur í stað og það „mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræður“ Hagfræðingar segja að það sé áhyggjuefni að framleiðni á mann hafi ekki vaxið undanfarin ár og benda á að sú fjölgun starfa á vinnumarkaði sem hafi orðið sé að stórum hluta lágframleiðnistörf. Þessi staða mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræðum, að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem varar við því að með sama framhaldi verði ekki innstæða fyrir auknum lífsgæðum. 20.9.2023 06:31
Metur Icelandair langt yfir markaðsgengi þótt aðstæður hafi versnað IFS mælir enn með kaupum í Icelandair í nýju verðmati sem birt var eftir að flugfélagið lækkaði afkomuspá sína í ljósi hækkandi eldsneytisverðs. Fáir innlendir hlutabréfasjóðir eru með hlutfallslega mikið af eignum sínum bundnum í bréfum flugfélagsins. 19.9.2023 13:36
Sér kauptækifæri í Símanum þrátt fyrir ellefu prósenta lækkun á verðmati Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt á Símanum um ellefu prósent eftir uppgjör annars ársfjórðungs en telur engu að síður að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt. 18.9.2023 14:24
Lán verða dýrari ef auknar eiginfjárkröfur á bandaríska banka taka gildi Kröfur um að bandarískir bankar bindi meira eigið fé í útlánum mun hafa í för með sér að lán verða dýrari, hagvöxtur verður minni án þess að fjármálastöðugleiki eflist svo nokkru nemi, skuggabankastarfsemi fer vaxandi og hætta skapast á að fjárfestar hunsi hlutabréf banka, segja forstjórar bandarískra banka. 15.9.2023 15:45
SKE kallar eftir að vinna OECD verði nýtt betur til að efla húsnæðismarkað Samkeppniseftirlitið (SKE) segir að æskilegt að í hvítbók um húsnæðismál væri fjallað nánar um hvernig nýta eigi tillögur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2020 til úrbóta á lögum og reglum í byggingariðnaði við mótun húsnæðisstefnu. 15.9.2023 13:32
Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. 14.9.2023 16:10