Hádegisfréttir Bylgjunnar Öllum starfsmönnum Náttúrufræðistofu Kópavogs var sagt upp störfum í vikunni. Leggja á niður rannsóknarsetur stofnunarinnar. Forstöðumaður óttast að starfsemin verði skötulíki. Við ræðum við forstöðumanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni. 28.5.2023 11:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmargar sundlaugar á landsbyggðinni voru lokaðar í dag vegna verkfalla. Lokað verður fram á þriðjudag, á þessari fyrstu ferðahelgi sumarsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðalöngum sem komu að lokuðum dyrum sundlaugarinnar í Borgarnesi voru svekktir að missa af sólinni í lauginni. 27.5.2023 18:01
Starfsmenn færðir í hlutastarf eða ráðnir í verkefni vegna skipulagsbreytinga Vegna skipulagsbreytinga hefur öllum þremur starfsmönnum Íslensku óperunnar verið sagt upp störfum en þeir verða ráðnir aftur í hlutastarf eða í ákveðin verkefni. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir um afar eðlilegar skipulagsbreytingar að ræða. 27.5.2023 15:51
Ekkert ferðaveður á morgun og hinn Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi. Veðurfræðingur segir enn eina lægðina á leið til landsins en veður eigi að batna eftir helgi. 27.5.2023 13:29
Segir atlöguna hafa tekið lengri tíma en haldið hefur verið fram Verjandi Shpetims Qerimi, eins sakborninganna í Rauðagerðismálinu svokallaða, segir Armando Beqirai hafa verið myrtan nokkrum mínútum fyrr en haldið hefur verið fram hingað til. Atburðarrásin hafi þá ekki tekið innan við mínútu heldur þrefalt lengri tíma. 24.5.2023 17:31
Claudia ein mætt í Hæstarétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. 24.5.2023 11:16
Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22.5.2023 20:03
Amma kölluð út í morgun vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu. 22.5.2023 18:49
Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22.5.2023 12:57
Glittir í sumarið um mánaðamót Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna storms sem mun ganga yfir landið á morgun. Áfram mun veðrinu fylgja snjór eða krapi, líkt og féll um helgina. Veðurfræðingur segir hér um að ræða framhald af vetrinum en glitta fari í sumarið um mánaðamót. 22.5.2023 11:50