Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9.4.2020 11:00
26 skemmtiferðaskip afboða komu sína til Íslands Fyrsta skemmtiferðaskipið þessa árs kom hingað til lands í marsmánuði en óvíst er hver áhrif kórónuveirufaraldursins verða á ferðaþjónustu hér á landi á næstu misserum. Annað skip hefur skráð komu sína hingað til lands þann 21. maí næstkomandi en óvíst er hvort það muni ganga eftir vegna kórónuveirufaraldursins. 6.4.2020 23:25
Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6.4.2020 22:51
Akraneskaupstaður kynnir aðgerðapakka vegna COVID-19 Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar og munu þær hefjast á fjórtán skrefum. Heildarumsvif þeirra nema 3.380 milljónum króna. 6.4.2020 21:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6.4.2020 19:35
James Bond stjarnan Honor Blackman látin Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. 6.4.2020 18:13
Óvíst með möguleika á heimkomu eftir páska Íslendingar sem enn eru erlendis og hyggja á heimferð eru hvattir að nýta sér ferðir Icelandair frá London og Boston næstu daga auk flugferða frá Stokkhólmi á morgun, þriðjudag, og frá Alicante á Spáni á miðvikudag. 6.4.2020 17:22
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Leikskólum og grunnskólum á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík verður lokað frá og með morgundeginum, 6. apríl, vegna aðstæðna á norðanverðum Vestfjörðum í ljósi COVID-19 sjúkdómsins. 5.4.2020 16:32
Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5.4.2020 15:32
Svona var 36. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 5.4.2020 13:00