Akraneskaupstaður kynnir aðgerðapakka vegna COVID-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2020 21:30 Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum kórónuveirunnar. Vísir/Egill Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar og munu þær hefjast á fjórtán skrefum. Heildarumsvif þeirra nema 3.380 milljónum króna. Aðgerðunum er skipt upp í þrjá þætti; varnir til að aflétta óvissu innan samfélagsins; vernd til að vernda grunnstoðir samfélagsins; og viðspyrna til að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra. Þetta kynnir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, á Facebook-síðu sinni. Frestur verður gefinn á greiðslu fasteignagjalda íbúða- og atvinnuhúsnæðis auk frests á innheimtu gatnagerðargjalda og tengdum þjónustugjöldum auk þess sem sveigjanleiki verður aukinn í innheimtu og á gjaldfresti. Þá verða gjöld á leikskólum, grunnskólum og frístund í Þorpinu lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu. Tryggja á virkt samtal milli bæjarstjórnar, íbúa og fyrirtækja, efla velferðarþjónustu og styðja við heilsueflingu, íþróttastarf, menningu og listir. Gildistími þrek- og sundkorta verður einnig framlengdur og velferðarþjónusta efld. Farið verður í markaðsátak á Akranesi og verður það meðal annars gert með þátttöku í markaðsátaki stjórnvalda og Íslandsstofu til „Eflingar ferðaþjónustunnar 2020.“ Þá á að nýta nýsköpun og tækni við innleiðingu rafrænnar þjónustu. Fjárveiting til framkvæmda og til viðhaldsverkefna verður aukin og tryggja á störf með uppbyggingu húsnæðis til leigu fyrir aldraða, fatlaða og á almennum markaði auk þess sem að fjölga á atvinnutækifærum sömuleiðis. Hægt er að horfa á kynningu Sævars Freys á aðgerðapakkanum í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar og munu þær hefjast á fjórtán skrefum. Heildarumsvif þeirra nema 3.380 milljónum króna. Aðgerðunum er skipt upp í þrjá þætti; varnir til að aflétta óvissu innan samfélagsins; vernd til að vernda grunnstoðir samfélagsins; og viðspyrna til að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra. Þetta kynnir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, á Facebook-síðu sinni. Frestur verður gefinn á greiðslu fasteignagjalda íbúða- og atvinnuhúsnæðis auk frests á innheimtu gatnagerðargjalda og tengdum þjónustugjöldum auk þess sem sveigjanleiki verður aukinn í innheimtu og á gjaldfresti. Þá verða gjöld á leikskólum, grunnskólum og frístund í Þorpinu lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu. Tryggja á virkt samtal milli bæjarstjórnar, íbúa og fyrirtækja, efla velferðarþjónustu og styðja við heilsueflingu, íþróttastarf, menningu og listir. Gildistími þrek- og sundkorta verður einnig framlengdur og velferðarþjónusta efld. Farið verður í markaðsátak á Akranesi og verður það meðal annars gert með þátttöku í markaðsátaki stjórnvalda og Íslandsstofu til „Eflingar ferðaþjónustunnar 2020.“ Þá á að nýta nýsköpun og tækni við innleiðingu rafrænnar þjónustu. Fjárveiting til framkvæmda og til viðhaldsverkefna verður aukin og tryggja á störf með uppbyggingu húsnæðis til leigu fyrir aldraða, fatlaða og á almennum markaði auk þess sem að fjölga á atvinnutækifærum sömuleiðis. Hægt er að horfa á kynningu Sævars Freys á aðgerðapakkanum í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00