Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Boris John­son út­skrifaður af sjúkra­húsi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin.

Bein útsending: Skemmti­þátturinn Svara bara

Skemmtiþátturinn Svara bara fer í loftið kl. 21 í kvöld á Vísi og á Stöð 2 Vísir. Áhorfendum gefst kostur á að taka þátt með því að hringja inn og svara spurningum þáttarins.

Mikill þungi í leitinni að Söndru Líf

Mikill þungi hefur verið í leitinni að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu, sem hvarf á skírdag. Í heildina taka 170 manns þátt í leitinni frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu.

For­stjóri Land­spítalans varar sér­stak­lega við Co­vid-gríni

„Það hefur ýmislegt verið sett á netið þar sem gert er grín að veikindum, það er grínast með ástandið, það eru jafnvel ásakanir og skammir um að fólk hafi borið veiruna í aðra og svo hræðsla fólks við þann sem fengið hefur sjúkdóminn,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag.

Nýtt til­felli ebóla stað­fest í Austur-Kongó

Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar.

Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Andlát vegna Covid-19

Sjúklingur lést undanfarinn sólarhring á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins.

Sjá meira