Nærri allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins leita Söndru Lífar Nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag og er fjölskylda hennar mjög áhyggjufull. Þau segja mjög ólíkt henni að láta ekki vita af sér. 11.4.2020 12:00
Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11.4.2020 11:48
Jarðskjálfti við Grindavík af stærðinni 3,2 Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð um fimm kílómetra norðvestur af Grindavík rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Skjálftinn fannst vel í Grindavíkurbæ. 11.4.2020 10:47
Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11.4.2020 10:26
Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9.4.2020 17:10
Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9.4.2020 16:01
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitaði tveggja fjórhjólamanna í nótt Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir miðnætti í nótt til að leita tveggja fjórhjólamanna við Drangajökul. 9.4.2020 13:47
Minni umferð úr höfuðborginni nú en síðust ár Töluvert minni umferð er út úr höfuðborginni en hefur verið undanfarin ár um páskana að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þó var umferð út úr borginni töluvert meiri í gær en hefur verið undanfarna daga. 9.4.2020 13:15
Svona var 40. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 9.4.2020 13:01
Orka Holding kaupir öll hlutabréf Kredia Group Ltd. Orka Holding hefur fest kaup á öllum hlutabréfum Kredia Group Ltd. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Orku Holding að félagið ætli sér að byggja upp annars konar viðskiptamódel en hefur verið hjá því undanfarin ár. 9.4.2020 12:48