Nýtt tilfelli ebóla staðfest í Austur-Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 13:02 Ebólafaraldurinn hefur leikið Austur-Kongó grátt frá því í ágúst 2018 þegar faraldurinn braust þar út. EPA/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma. Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma.
Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59
Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02
Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34