„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27.7.2020 13:21
Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27.7.2020 12:54
Hraðakstur Íslendinga stóraukist frá sama tímabili í fyrra Hátt í hundrað ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. 27.7.2020 11:18
21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27.7.2020 10:34
Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27.7.2020 09:57
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27.7.2020 08:06
Leit að ungu pari á Hornströndum hefur ekki borið árangur Níu björgunarsveitarmenn hafa í alla nótt leitað að ungu pari sem óskaði aðstoðar á Hornströndum rétt fyrir miðnættið. 27.7.2020 07:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar heyrum við í bandarískri konu sem býr á Íslandi sem segir samlanda sína skammast sín fyrir sendiherra sinn á Íslandi og vilja losna við hann. 26.7.2020 18:00
Olivia de Havilland látin 104 ára að aldri Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. De Havilland vann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. 26.7.2020 16:42
Kviknaði í bíl rétt fyrir utan Borgarnes Stýra þurfti umferð þegar kviknaði í bíl rétt fyrir ofan golfskálann Hamar við Borgarnes nú rétt fyrir klukkan fjögur. 26.7.2020 16:33