Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 08:06 Svetlana Tikhanovskaya (f.m.), Veronika Tsepkalo (t.v.) og Maria Kolesnikova (t.h.) á blaðamannafundi þann 17. júlí s.l. Konurnar hafa vakið mikla athygli og er framboð þeirra talið marka tímamót í hvítrússneskum stjórnmálum. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. Framboðið er sagt breyta pólitísku landslagi landsins en markmið þeirra er að steypa Alexander Lúkasjenkó af stóli en hann hefur verið forseti í 25 ár. Svetlana Tikhanovskaya leiðir framboðið en hún var upphaflega staðgengill eiginmanns síns Sergei Tikhanovsky, en hann var fangelsaður í kjölfar þess að hann tilkynnti framboð sitt til forseta og situr hann enn í fangelsi. Svetlana er sjálf vinsæll bloggari en yfirvöld hafa einnig reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að fangelsa hana. Hún er sögð hafa náð tökum á hlutverki forsetaframbjóðenda það sem á hefur liðið á framboðið en til að byrja með hafi hún verið frekar hikandi. „Hún hefur náð miklum tökum á hlutverkinu,“ sagði Maria Kolesnikova, kosningastjóri Tikhanovskaya, en hún var áður kosningastjóri Viktor Babariko sem einnig ætlaði að bjóða sig fram til forseta en hefur verið fangelsaður. Sendi börnin úr landi vegna hótana Óánægja Hvít-Rússa með Lúkasjenkó hefur farið stigvaxandi undanfarna mánuði en mikillar reiði má gæta vegna þess hvernig yfirvöld brugðust við kórónuveirufaraldrinum auk langvarandi reiði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu. Lúkasjenkó hefur í forsetakosningunum bæði fangelsað mótframbjóðendur sína og stuðningsmenn þeirra. Frá stuðningsmannafundi í maí fyrir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þá hefur Tikhanovskaya þurft að fórna ýmsu vegna forsetaframboðsins. Í síðustu viku var greint frá því að hún hafi sent börn sín úr landi til að tryggja öryggi þeirra en þá hafði hún næstum því verið neydd til að hætta við framboðið vegna hótana. Þá er eiginmaður hennar, sem eins og áður segir ætlaði að bjóða sig fram til forseta, enn á bak við lás og slá og hefur verið frá því í maí. „Já, ég var hrædd í fyrstu,“ sagði hún í sjónvarpaðri ræðu. „Ég veit til hvaða ráða þessi ríkisstjórn er tilbúin að grípa til í von um að vernda eigin stöðu. Ég er hins vegar ekki lengur hrædd.“ „Samfélagið ekki tilbúið til að kjósa konu“ Veronika Tsepkalo, fyrrverandi starfsmaður Microsoft og kosningastjóri Valery Tsepkalo eiginmanns hennar, hefur einnig gengið til liðs við Tikhanovskaya og Kolesnikova. Hún var kosningastjóri eiginmanns síns sem hafði tilkynnt forsetaframboð en hann flúði til Moskvu með börn þeirra í síðustu viku eftir að hafa frétt af því að handtökutilskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, Hvíta-Rússlands hefur fangelsað flesta mótframbjóðendur sína.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Konurnar þrjár tilkynntu fyrr í mánuðinum að þær hygðust sameina krafta sína og vakti það mikla athygli. Konurnar hafa ítrekað talað um að þær geti, rétt eins og karlmenn, tekið þátt í stjórnmálum en Lúkasjenkó hefur í gegn um tíðina haldið því fram að stjórnmál ættu fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir karlmenn. „Stjórnarskráin okkar var ekki gerð fyrir konu,“ sagði Lúkasjenkó þegar hann talaði um framboð kvennanna. „Samfélag okkar er ekki tilbúið til að kjósa konu.“ Hann talaði einnig um þær sem „grey.“ Hvíta-Rússland Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. Framboðið er sagt breyta pólitísku landslagi landsins en markmið þeirra er að steypa Alexander Lúkasjenkó af stóli en hann hefur verið forseti í 25 ár. Svetlana Tikhanovskaya leiðir framboðið en hún var upphaflega staðgengill eiginmanns síns Sergei Tikhanovsky, en hann var fangelsaður í kjölfar þess að hann tilkynnti framboð sitt til forseta og situr hann enn í fangelsi. Svetlana er sjálf vinsæll bloggari en yfirvöld hafa einnig reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að fangelsa hana. Hún er sögð hafa náð tökum á hlutverki forsetaframbjóðenda það sem á hefur liðið á framboðið en til að byrja með hafi hún verið frekar hikandi. „Hún hefur náð miklum tökum á hlutverkinu,“ sagði Maria Kolesnikova, kosningastjóri Tikhanovskaya, en hún var áður kosningastjóri Viktor Babariko sem einnig ætlaði að bjóða sig fram til forseta en hefur verið fangelsaður. Sendi börnin úr landi vegna hótana Óánægja Hvít-Rússa með Lúkasjenkó hefur farið stigvaxandi undanfarna mánuði en mikillar reiði má gæta vegna þess hvernig yfirvöld brugðust við kórónuveirufaraldrinum auk langvarandi reiði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu. Lúkasjenkó hefur í forsetakosningunum bæði fangelsað mótframbjóðendur sína og stuðningsmenn þeirra. Frá stuðningsmannafundi í maí fyrir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þá hefur Tikhanovskaya þurft að fórna ýmsu vegna forsetaframboðsins. Í síðustu viku var greint frá því að hún hafi sent börn sín úr landi til að tryggja öryggi þeirra en þá hafði hún næstum því verið neydd til að hætta við framboðið vegna hótana. Þá er eiginmaður hennar, sem eins og áður segir ætlaði að bjóða sig fram til forseta, enn á bak við lás og slá og hefur verið frá því í maí. „Já, ég var hrædd í fyrstu,“ sagði hún í sjónvarpaðri ræðu. „Ég veit til hvaða ráða þessi ríkisstjórn er tilbúin að grípa til í von um að vernda eigin stöðu. Ég er hins vegar ekki lengur hrædd.“ „Samfélagið ekki tilbúið til að kjósa konu“ Veronika Tsepkalo, fyrrverandi starfsmaður Microsoft og kosningastjóri Valery Tsepkalo eiginmanns hennar, hefur einnig gengið til liðs við Tikhanovskaya og Kolesnikova. Hún var kosningastjóri eiginmanns síns sem hafði tilkynnt forsetaframboð en hann flúði til Moskvu með börn þeirra í síðustu viku eftir að hafa frétt af því að handtökutilskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, Hvíta-Rússlands hefur fangelsað flesta mótframbjóðendur sína.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Konurnar þrjár tilkynntu fyrr í mánuðinum að þær hygðust sameina krafta sína og vakti það mikla athygli. Konurnar hafa ítrekað talað um að þær geti, rétt eins og karlmenn, tekið þátt í stjórnmálum en Lúkasjenkó hefur í gegn um tíðina haldið því fram að stjórnmál ættu fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir karlmenn. „Stjórnarskráin okkar var ekki gerð fyrir konu,“ sagði Lúkasjenkó þegar hann talaði um framboð kvennanna. „Samfélag okkar er ekki tilbúið til að kjósa konu.“ Hann talaði einnig um þær sem „grey.“
Hvíta-Rússland Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14