Eftirlifandi sprengjuárásarinnar í Brussel fær ekki alþjóðlega vernd Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum manns sem kært hafði niðurstöðu stjórnvalda um þriðju umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. 24.9.2020 23:29
Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24.9.2020 22:32
Sjáðu myndirnar: Opnunarhátíð RIFF í Háskólabíói Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF hefst í dag. Í ár eru sýndar 110 kvikmyndir á hátíðinni frá næstum 50 löndum. Setningarathöfnin fór fram í Háskólabíó í kvöld þar sem opnunarmyndin Þriðji Póllinn var frumsýnd. 24.9.2020 21:10
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24.9.2020 21:00
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24.9.2020 19:27
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24.9.2020 18:54
Segir notkun ofskynjunarefna dauðans alvöru Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í taugavísindum segir ofskynjunarlyf dauðans alvöru. 24.9.2020 18:09
Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20.9.2020 16:59
Dómari stöðvar bann Bandaríkjastjórnar á WeChat Bandarískur dómari hefur sett lögbann á tilraunir bandarískra yfirvalda til að banna kínverska samskiptamiðilinn WeChat. 20.9.2020 16:35
Segir tíma til kominn að fjárfesta í framtíðinni Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að innleiða fjórðu stoð hagkerfisins. Þrjár helstu stoðir hagkerfisins, ferðaþjónustan, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur séu að þolmörkum komnar og nú þurfi að beina sjónum að framtíðinni. 20.9.2020 15:17