Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2020 21:00 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni hófust á mánudag en þeim hefur verið frestað í tvígang. TV2/CHRISTOFFER ROBIN JENSEN Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. Tveir þeirra sem voru í umræddu partýi báru vitni fyrir dómi í dag þar sem réttað er yfir Gunnari. Gunnar sætir ákæru fyrir manndráp en hann hefur sjálfur viðurkennt að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr haglabyssu í átökum bræðranna sem hafi orðið Gísla að bana. Minnst tvö vitni, sem viðstödd voru í partýinu, báru vitni fyrir dómi í dag og sagði eitt þeirra að Gunnar hafi rætt við sig um það að vilja drepa bróður sinn í teitinu. Greint var frá þessu í dag á staðarmiðlinum iFinnmark. Partýið fór fram föstudagskvöldið 26. apríl 2019 í Mehamn í Noregi en aðeins nokkrum klukkutímum síðar, aðfaranótt laugardags, lést Gísli af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir skoti úr haglabyssu. „Hefði ég verið viss um að ákærði hafi meint það af alvöru að hann myndi drepa hinn látna, hefði ég setið við sama borð og hann allt partýið og elt hann allt kvöldið. Þá hefði ég reynt að stöðva hann með öllum mínum mannlegu kröftum,“ sagði eitt vitnanna. Hann segir að þegar Gunnar hafi talað um að hann vildi verða bróður sínum að bana hafi hann, og fleiri veislugestir, reynt að leiða umræðurnar annað. „Við reyndum að tala hann til en það bar augljóslega ekki árangur,“ sagði vitnið. Hann sagðist hafa fundið til mikillar eftirsjár síðan. Þá telji hann að hótanirnar í garð Gísla hafi verið ákall á hjálp af hálfu Gunnars. „Hann hafði verið inni á stofnun stuttu fyrir atvikið en fékk þar enga hjálp. Það virðist vera að hann hafi verið svikinn hvert sem hann fór. Og það sem hann sagði þetta kvöld var hjálparákall til vina hans, en við brugðumst honum líka,“ sagði vitnið. Sagðist ætla að heimsækja konu Þá greindi hann frá því að Gunnar hafi látið sig hverfa úr partýinu en eftir partýið hafi hann mætt Gunnari á leiðinni heim. Hann hafi spurt Gunnar hvert hann væri að fara og Gunnar svarað því að hann væri á leið að hitta dömu. „Ég horfði á hann og hélt að það væri það sem hann ætlaði að gera. Mér datt ekki í hug að hann væri ekki að fara að hitta konu,“ sagði vitnið. Ekkert hafi bent til þess að Gunnar væri að segja ósatt. Annað vitni sem var viðstatt í partýinu bar einnig vitni fyrir dómi í dag og sagðist kenna sjálfum sér um hvernig fór þetta kvöld. „Mér fannst óhugsandi að hinn ákærði myndi fara og skjóta einhvern. Ég hef átt mjög erfitt með það að hafa ekki fattað það fyrr og hef þurft að sækja sálfræðiaðstoðar vegna sektarkenndar. Ég fann fyrir sektarkennd yfir því að hafa ekki fattað fyrr hvað ætti eftir að gerast,“ sagði vitnið. Partýið sem fór fram þetta kvöld hófst á því að vinahópur Gunnars safnaðist saman á krá í plássinu áður en hópurinn færði sig heim til Gunnars. Annað vitnið greindi einnig frá því í dag að honum hafi þótt Gunnar niðurlútur og reiður þetta kvöld en taldi að partýgestirnir vinir Gunnars hafi náð að hughreysta hann. „Stemningin var góð og þegar hann varð reiður náðum við mjög fljótt að fá hann til að hugsa um eitthvað annað. Á einum tímapunkti sagði hann samt að ef hann ætti eitthvað vantalað við bróður sinn þyrfti hann að ræða það við hann þegar runnið væri af honum,“ bætti vitnið við. Sýndi vitninu haglabyssu fyrr um daginn Þá greindi vitnið frá því að á einum tímapunkti hafi Gunnar yfirgefið heimili sitt og sagði vitnið einnig hafa talið að Gunnar væri á leið að hitta konu. Þegar lögmaður Gunnars spurði vitnið að því hvernig Gunnar hefði hagað sér þegar hann yfirgaf teitið sagði vitnið: „Hann yfirgaf heimilið brosandi. Ég sá ekki að hann hafi farið heim til Gísla og ég sá ekki að hann hafi tekið byssu úr bátnum,“ sagði vitnið. Fyrr um daginn þegar vitnið var með Gunnari um borð í umræddum báti hafi Gunnar þó sýnt honum haglabyssu. „Við fórum um borð í bát sem vinur hins ákærða hafði aðgang að. Vinurinn fór að sækja reipi og þá fór hinn ákærði með mig niður í bátinn þar sem hann sýndi mér haglabyssu. Ég velti því ekkert frekar fyrir mér en hugsaði samt með mér að þetta væri flott vopn. Ég tók við byssunni, skoðaði hana, og skildi hana eftir á káetugólfinu,“ sagði hann. Þá sagði vitnið að hann hafi orðið áhyggjufullur þegar íslenskur vinur Gunnars hafi einnig látið sig hverfa úr partýinu. „Fyrst fór hinn ákærði og svo íslenskur vinur hans. Ég hugsaði um þessi tvö skipti þetta kvöld sem við þurftum að róa hann niður. Svo hugsaði ég um það þegar við skoðuðum vopnin fyrr um daginn og að hinn ákærði væri horfinn. Ég hugsaði um það versta sem gæti gerst en hélt í rauninni ekki að neitt alvarlegt hefði í alvöru gerst. Við slúttum partýinu í rólegheitum og förum út af heimili hins ákærða. Svo sjáum við sjúkrabíl fyrir utan heimili Gísla og beðin um að fara þegar við spyrjum hvað hafi gerst. Þá varð ég skelfingu lostinn,“ sagði vitnið. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. Tveir þeirra sem voru í umræddu partýi báru vitni fyrir dómi í dag þar sem réttað er yfir Gunnari. Gunnar sætir ákæru fyrir manndráp en hann hefur sjálfur viðurkennt að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr haglabyssu í átökum bræðranna sem hafi orðið Gísla að bana. Minnst tvö vitni, sem viðstödd voru í partýinu, báru vitni fyrir dómi í dag og sagði eitt þeirra að Gunnar hafi rætt við sig um það að vilja drepa bróður sinn í teitinu. Greint var frá þessu í dag á staðarmiðlinum iFinnmark. Partýið fór fram föstudagskvöldið 26. apríl 2019 í Mehamn í Noregi en aðeins nokkrum klukkutímum síðar, aðfaranótt laugardags, lést Gísli af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir skoti úr haglabyssu. „Hefði ég verið viss um að ákærði hafi meint það af alvöru að hann myndi drepa hinn látna, hefði ég setið við sama borð og hann allt partýið og elt hann allt kvöldið. Þá hefði ég reynt að stöðva hann með öllum mínum mannlegu kröftum,“ sagði eitt vitnanna. Hann segir að þegar Gunnar hafi talað um að hann vildi verða bróður sínum að bana hafi hann, og fleiri veislugestir, reynt að leiða umræðurnar annað. „Við reyndum að tala hann til en það bar augljóslega ekki árangur,“ sagði vitnið. Hann sagðist hafa fundið til mikillar eftirsjár síðan. Þá telji hann að hótanirnar í garð Gísla hafi verið ákall á hjálp af hálfu Gunnars. „Hann hafði verið inni á stofnun stuttu fyrir atvikið en fékk þar enga hjálp. Það virðist vera að hann hafi verið svikinn hvert sem hann fór. Og það sem hann sagði þetta kvöld var hjálparákall til vina hans, en við brugðumst honum líka,“ sagði vitnið. Sagðist ætla að heimsækja konu Þá greindi hann frá því að Gunnar hafi látið sig hverfa úr partýinu en eftir partýið hafi hann mætt Gunnari á leiðinni heim. Hann hafi spurt Gunnar hvert hann væri að fara og Gunnar svarað því að hann væri á leið að hitta dömu. „Ég horfði á hann og hélt að það væri það sem hann ætlaði að gera. Mér datt ekki í hug að hann væri ekki að fara að hitta konu,“ sagði vitnið. Ekkert hafi bent til þess að Gunnar væri að segja ósatt. Annað vitni sem var viðstatt í partýinu bar einnig vitni fyrir dómi í dag og sagðist kenna sjálfum sér um hvernig fór þetta kvöld. „Mér fannst óhugsandi að hinn ákærði myndi fara og skjóta einhvern. Ég hef átt mjög erfitt með það að hafa ekki fattað það fyrr og hef þurft að sækja sálfræðiaðstoðar vegna sektarkenndar. Ég fann fyrir sektarkennd yfir því að hafa ekki fattað fyrr hvað ætti eftir að gerast,“ sagði vitnið. Partýið sem fór fram þetta kvöld hófst á því að vinahópur Gunnars safnaðist saman á krá í plássinu áður en hópurinn færði sig heim til Gunnars. Annað vitnið greindi einnig frá því í dag að honum hafi þótt Gunnar niðurlútur og reiður þetta kvöld en taldi að partýgestirnir vinir Gunnars hafi náð að hughreysta hann. „Stemningin var góð og þegar hann varð reiður náðum við mjög fljótt að fá hann til að hugsa um eitthvað annað. Á einum tímapunkti sagði hann samt að ef hann ætti eitthvað vantalað við bróður sinn þyrfti hann að ræða það við hann þegar runnið væri af honum,“ bætti vitnið við. Sýndi vitninu haglabyssu fyrr um daginn Þá greindi vitnið frá því að á einum tímapunkti hafi Gunnar yfirgefið heimili sitt og sagði vitnið einnig hafa talið að Gunnar væri á leið að hitta konu. Þegar lögmaður Gunnars spurði vitnið að því hvernig Gunnar hefði hagað sér þegar hann yfirgaf teitið sagði vitnið: „Hann yfirgaf heimilið brosandi. Ég sá ekki að hann hafi farið heim til Gísla og ég sá ekki að hann hafi tekið byssu úr bátnum,“ sagði vitnið. Fyrr um daginn þegar vitnið var með Gunnari um borð í umræddum báti hafi Gunnar þó sýnt honum haglabyssu. „Við fórum um borð í bát sem vinur hins ákærða hafði aðgang að. Vinurinn fór að sækja reipi og þá fór hinn ákærði með mig niður í bátinn þar sem hann sýndi mér haglabyssu. Ég velti því ekkert frekar fyrir mér en hugsaði samt með mér að þetta væri flott vopn. Ég tók við byssunni, skoðaði hana, og skildi hana eftir á káetugólfinu,“ sagði hann. Þá sagði vitnið að hann hafi orðið áhyggjufullur þegar íslenskur vinur Gunnars hafi einnig látið sig hverfa úr partýinu. „Fyrst fór hinn ákærði og svo íslenskur vinur hans. Ég hugsaði um þessi tvö skipti þetta kvöld sem við þurftum að róa hann niður. Svo hugsaði ég um það þegar við skoðuðum vopnin fyrr um daginn og að hinn ákærði væri horfinn. Ég hugsaði um það versta sem gæti gerst en hélt í rauninni ekki að neitt alvarlegt hefði í alvöru gerst. Við slúttum partýinu í rólegheitum og förum út af heimili hins ákærða. Svo sjáum við sjúkrabíl fyrir utan heimili Gísla og beðin um að fara þegar við spyrjum hvað hafi gerst. Þá varð ég skelfingu lostinn,“ sagði vitnið.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01
Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07