Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 segjum við frá því að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi er orðið það hæsta á Norðurlöndum. Almannavarnir hafa lýst yfir áhyggjum af þróuninni. 26.9.2020 18:19
Segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgjuna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. 26.9.2020 17:36
Trump ætlar að tilnefna Barrett til Hæstaréttar Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 25.9.2020 23:25
„Við eigum öll að vara okkur á lakkrís“ Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís. 25.9.2020 22:33
Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25.9.2020 21:10
Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25.9.2020 20:00
Gjörbylting í meðferð krabbameina Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. 25.9.2020 19:00
Lilja Ósk nýr formaður SÍK Lilja Ósk Snorradóttir var í gær kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, fyrst kvenna síðan sambandið sameinaðist Framleiðendafélaginu árið 2000. 25.9.2020 18:19
Dagmóðir sýknuð af sérstaklega hættulegri líkamsárás Dagmóðir sem var dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum, gagnvart 20 mánaða barni sem var í umsjá hennar, í mars 2018 var í dag sýknuð af öllum ákæruliðum í Landsrétti. 25.9.2020 17:35
Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25.9.2020 17:12