Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur. 5.5.2021 09:01
EES-ríkin ekki lengur á „bannlista“ Evrópusambandsins Ísland er ekki lengur á lista Evrópusambandsins yfir þau ríki sem hefta á flutning bóluefnis gegn covid-19 til. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í gær. 5.5.2021 08:52
Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4.5.2021 16:41
Um fimmtíu manns berjast við meiriháttar sinubruna í Heiðmörk sem teygir sig í austurátt Allt tiltækt lið slökkviliðs, þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk hefur sinnt illviðráðanlegum sinubruna í Heiðmörk síðan rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt slökkviliðinu er bruninn að færast í aukana og teygir sig í austurátt. 4.5.2021 16:06
Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4.5.2021 12:30
Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4.5.2021 10:36
Ákærður fyrir tilraun til að drepa eiginkonu sína á Hótel Borg Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. 4.5.2021 10:15
Pattstaða í stjórnarmyndunarviðræðum Netanjahús Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár. 4.5.2021 09:38
Instagram sætir gagnrýni vegna auglýsinga á þyngingarlyfjum Heilbrigðisstofnun Englands hefur biðlað til samfélagsmiðilsins Instagram að loka fyrir aðganga sem auglýsa og selja ólöglegt og „hættulegt“ lyf sem sérstaklega er auglýst ungum konum og stelpum. 3.5.2021 16:37
Fyrstu skammtar Novavax verða afhentir Evrópusambandinu fyrir árslok Lyfjaframleiðandinn Novavax hefur tilkynnt Evrópusambandinu að fyrstu skammtar covid-19 bóluefnis framleiðandans verði afhentir sambandinu fyrir lok þessa árs. Þetta gæti orðið til þess að Evrópusambandið geri formlega samning við fyrirtækið um kaup á bóluefni, jafnvel í þessari viku. 3.5.2021 15:00