EES-ríkin ekki lengur á „bannlista“ Evrópusambandsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 08:52 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að frá og með deginum í dag sé Ísland ekki lengur á lista Evrópusambandins. Vísir/Vilhelm Ísland er ekki lengur á lista Evrópusambandsins yfir þau ríki sem hefta á flutning bóluefnis gegn covid-19 til. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í gær. Evrópusambandið kynnti í lok mars hertar reglur sem ætlað er að takmarka útflutning á bólefni gegn covid-19 frá sambandinu. Samkvæmt þeirri reglugerð þurftu ríki utan ESB sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn veirunni frá ESB. Stjórnvöld hér á landi hafa síðan þá gagnrýnt ákvörðun ESB harðlega og segir Guðlaugur þá gagnrýni hafa borið árangur. „Við erum búin að vinna markvisst að því að benda Evrópusambandinu á að það er EES samningur í gangi og samkvæmt nýjustu fréttum hafa þeir tekið tillit til þess. Það er ánægjulegt að í þeirri tillögu sem kemur núna frá framkvæmdastjórninni þá erum við farin af þessum lista ásamt EES ríkjunum,“ sagði Guðlaugur Þór eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Ísland er því á sama stað og önnur Evrópuríki hvað þetta varðar. „Já, enda eigum við að vera þar vegna þess að við erum með EES samning.“ „Auðvitað skiptir þetta máli. Það á að virða EES samninginn, það á að virða hann alltaf, líka við aðstæður sem þessar. Við höfum komið mjög ákveðnum mótmælum á framfæri síðan þetta kom fram,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur fundaði með viðskiptaframkvæmdastjóra Evrópusambandsins á föstudag og á laugardag fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, þar sem loks kom fram að sambandið myndi taka tillit til sjónarmiða yfirvalda hér á landi. „Samkvæmt heildum sem við höfum frá því í morgun hefur það gengið eftir. Reglugerðinni hefur verið breytt og að því gefnu að engin aðildarríki mótmæla því mun það ganga eftir.“ Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12 Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Evrópusambandið kynnti í lok mars hertar reglur sem ætlað er að takmarka útflutning á bólefni gegn covid-19 frá sambandinu. Samkvæmt þeirri reglugerð þurftu ríki utan ESB sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn veirunni frá ESB. Stjórnvöld hér á landi hafa síðan þá gagnrýnt ákvörðun ESB harðlega og segir Guðlaugur þá gagnrýni hafa borið árangur. „Við erum búin að vinna markvisst að því að benda Evrópusambandinu á að það er EES samningur í gangi og samkvæmt nýjustu fréttum hafa þeir tekið tillit til þess. Það er ánægjulegt að í þeirri tillögu sem kemur núna frá framkvæmdastjórninni þá erum við farin af þessum lista ásamt EES ríkjunum,“ sagði Guðlaugur Þór eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Ísland er því á sama stað og önnur Evrópuríki hvað þetta varðar. „Já, enda eigum við að vera þar vegna þess að við erum með EES samning.“ „Auðvitað skiptir þetta máli. Það á að virða EES samninginn, það á að virða hann alltaf, líka við aðstæður sem þessar. Við höfum komið mjög ákveðnum mótmælum á framfæri síðan þetta kom fram,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur fundaði með viðskiptaframkvæmdastjóra Evrópusambandsins á föstudag og á laugardag fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, þar sem loks kom fram að sambandið myndi taka tillit til sjónarmiða yfirvalda hér á landi. „Samkvæmt heildum sem við höfum frá því í morgun hefur það gengið eftir. Reglugerðinni hefur verið breytt og að því gefnu að engin aðildarríki mótmæla því mun það ganga eftir.“
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12 Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40
Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12
Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58