Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sam­herji segir sekt DNB-bankans ekki tengjast við­skiptum sínum

Samherji segist enga aðild eiga að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB-bankanum, sem í dag var sektaður um 400 milljónir norskra króna, eða um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Þá segist Samherji engar upplýsingar hafa um þessa sektarákvörðun umfram það sem birst hefur opinberlega.

Kín­verjar fram­leiða bólu­efni fyrir Rúss­land

Rússland hefur gert samninga við þrjá kínverska lyfjaframleiðendur um framleiðslu á bóluefninu Sputnik V en framleiðendur í Rússlandi hafa ekki í við eftirspurn eftir efninu. Samningar hafa verið gerðir við kínversk fyrirtæki um framleiðslu á 260 milljón skömmtum af bóluefninu.

Trúnaðar­maður á Morgun­blaðinu segir af sér vegna af­skipta BÍ

Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu.

Segja ebólufar­aldri lokið í Austur-Kongó

Austur-Kongó lýsti því yfir í dag að ebólufaraldri, sem herjað hefur á landið undanfarin misseri, sé lokið. Tólf smituðust af veirunni í norður Kivu héraðinu í austurhluta landsins og sex létust.

Út­gáfu­styrkja­beiðnir aldrei verið fleiri

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 28 milljónum í útgáfustyrki til 55 bókmenntaverka. Alls bárust 116 umsóknir um rúmar 130 milljónir króna og hafa þær aldrei verið fleiri.

Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Ind­landi

Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot.

Grunur um smit meðal grunn­skóla­nema í Þor­láks­höfn

Nokkrir foreldrar grunnskólanema í Þorlákshöfn hafa greinst smitaðir af Covid-19 en enn hefur ekkert smit verið staðfest meðal nemenda. Fram kemur í pósti frá bæjarstjóra Ölfuss að að minnsta kosti tveir nemendur hafi verið útsettir fyrir smiti og séu komnir með einkenni en þeir fara í sýnatöku á morgun.

Sjá meira