Samherji segir sekt DNB-bankans ekki tengjast viðskiptum sínum Samherji segist enga aðild eiga að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB-bankanum, sem í dag var sektaður um 400 milljónir norskra króna, eða um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Þá segist Samherji engar upplýsingar hafa um þessa sektarákvörðun umfram það sem birst hefur opinberlega. 3.5.2021 14:50
Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3.5.2021 13:47
Kínverjar framleiða bóluefni fyrir Rússland Rússland hefur gert samninga við þrjá kínverska lyfjaframleiðendur um framleiðslu á bóluefninu Sputnik V en framleiðendur í Rússlandi hafa ekki í við eftirspurn eftir efninu. Samningar hafa verið gerðir við kínversk fyrirtæki um framleiðslu á 260 milljón skömmtum af bóluefninu. 3.5.2021 13:29
Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3.5.2021 11:56
Segja ebólufaraldri lokið í Austur-Kongó Austur-Kongó lýsti því yfir í dag að ebólufaraldri, sem herjað hefur á landið undanfarin misseri, sé lokið. Tólf smituðust af veirunni í norður Kivu héraðinu í austurhluta landsins og sex létust. 3.5.2021 11:16
Þrír fórust þegar smyglbát hvolfdi við strendur San Diego Þrír fórust og tugir slösuðust þegar bátur hvolfdi og strandaði við strendur San Diego í Bandaríkjunum í morgun. Talið er að báturinn hafi verið notaður til að smygla farþegum til Bandaríkjanna. 3.5.2021 10:43
Útgáfustyrkjabeiðnir aldrei verið fleiri Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 28 milljónum í útgáfustyrki til 55 bókmenntaverka. Alls bárust 116 umsóknir um rúmar 130 milljónir króna og hafa þær aldrei verið fleiri. 3.5.2021 10:15
Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3.5.2021 09:59
Grunur um smit meðal grunnskólanema í Þorlákshöfn Nokkrir foreldrar grunnskólanema í Þorlákshöfn hafa greinst smitaðir af Covid-19 en enn hefur ekkert smit verið staðfest meðal nemenda. Fram kemur í pósti frá bæjarstjóra Ölfuss að að minnsta kosti tveir nemendur hafi verið útsettir fyrir smiti og séu komnir með einkenni en þeir fara í sýnatöku á morgun. 27.4.2021 00:10
Veitingamenn líta sumarið björtum augum Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. 26.4.2021 22:00