Sjáðu nýtt tónlistarmyndband Oscars Leone Tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, betur þekktur undir listamannanafninu Oscar Leone, gaf á dögunum út lagið Sjaldan er ein báran stök. Nú er búið að birta tónlistarmyndbandið við lagið, sem er mjög persónulegt en það er tileinkað móður Péturs. 2.7.2021 19:34
Annasamur dagur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Mikið annríki hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Frá því á hádegi í dag hafa lögreglumenn staðið í ströngu við að koma fólki í annarlegu ástandi til aðstoðar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 2.7.2021 18:19
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um rannsókn lögreglunnar á Akureyri á tildrögum þess að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í gær, þegar tugir barna voru þar að leik, en allt kapp er lagt á að upplýsa málið. Sex ára barn liggur mikið slasað á gjörgæsludeild á Landspítalanum eftir slysið. 2.7.2021 18:00
Björgunarsveitir taka ökumenn tali Björgunarsveitarmenn hafa í dag fylkt liði og standa vakt við fimmtíu staði víðsvegar á landinu til að taka ökumenn og aðstoðarökumenn tali. Fram undan er ein stærsta ferðahelgi sumarsins og veðurspáin flestum hvatning til að leggja land undir fót. 2.7.2021 17:50
Brynjar tekur þriðja sætið og Sigríður í heiðurssæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi Alþingiskosningar hafa verið samþykktir á fundi Varðar, fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík. Fundurinn var haldinn í Valhöll í dag og munu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiða listana. 2.7.2021 17:13
Amber Heard eignaðist dóttur Leikkonan Amber Heard tilkynnti það á Instagram í dag að hún hafi eignast dóttur, sitt fyrsta barn, fyrir tólf vikum síðan. Stúlkan ber nafnið Oonagh Paige og segir Heard að Oonagh sé „upphafið á restinni af lífi“ hennar. 1.7.2021 23:26
Tyrkland komið á lista yfir ríki sem tengjast barnahermennsku Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert. 1.7.2021 23:06
Nýtt gosop hefur opnast utan í gígnum Nýtt gosop hefur opnast utan í gígnum á Fagradalsfjalli og virðist það hafa gerst rétt fyrir um klukkan tíu í kvöld. Hraun er aftur farið að streyma úr gígnum en gosórói minnkaði töluvert fyrr í dag og sást varla í jarðeld. 1.7.2021 22:53
Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1.7.2021 22:19
Gosið farið að taka aftur við sér Farið er að sjást aftur í hraun gægjast upp úr gígnum í Geldingadölum en gosóróinn minnkaði talsvert í dag og lítið hefur sést til jarðelds það sem af er degi. 1.7.2021 21:08