Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjáðu nýtt tón­listar­mynd­band Os­cars Leone

Tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, betur þekktur undir listamannanafninu Oscar Leone, gaf á dögunum út lagið Sjaldan er ein báran stök. Nú er búið að birta tónlistarmyndbandið við lagið, sem er mjög persónulegt en það er tileinkað móður Péturs.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um rannsókn lögreglunnar á Akureyri á tildrögum þess að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í gær, þegar tugir barna voru þar að leik, en allt kapp er lagt á að upplýsa málið. Sex ára barn liggur mikið slasað á gjörgæsludeild á Landspítalanum eftir slysið.

Björgunar­sveitir taka öku­menn tali

Björgunarsveitarmenn hafa í dag fylkt liði og standa vakt við fimmtíu staði víðsvegar á landinu til að taka ökumenn og aðstoðarökumenn tali. Fram undan er ein stærsta ferðahelgi sumarsins og veðurspáin flestum hvatning til að leggja land undir fót.

Brynjar tekur þriðja sætið og Sig­ríður í heiðurs­sæti

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi Alþingiskosningar hafa verið samþykktir á fundi Varðar, fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík. Fundurinn var haldinn í Valhöll í dag og munu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiða listana.

Am­ber Heard eignaðist dóttur

Leikkonan Amber Heard tilkynnti það á Instagram í dag að hún hafi eignast dóttur, sitt fyrsta barn, fyrir tólf vikum síðan. Stúlkan ber nafnið Oonagh Paige og segir Heard að Oonagh sé „upphafið á restinni af lífi“ hennar.

Tyrk­land komið á lista yfir ríki sem tengjast barna­her­mennsku

Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert.

Nýtt gos­op hefur opnast utan í gígnum

Nýtt gosop hefur opnast utan í gígnum á Fagradalsfjalli og virðist það hafa gerst rétt fyrir um klukkan tíu í kvöld. Hraun er aftur farið að streyma úr gígnum en gosórói minnkaði töluvert fyrr í dag og sást varla í jarðeld.

Á ní­ræðis­aldri og ætlar út í geim með Bezos

Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin.

Gosið farið að taka aftur við sér

Farið er að sjást aftur í hraun gægjast upp úr gígnum í Geldingadölum en gosóróinn minnkaði talsvert í dag og lítið hefur sést til jarðelds það sem af er degi.

Sjá meira