Mótmæla að Tyrkir dragi sig úr Istanbúl-samningnum Þúsundir leituðu á götur út í stærstu borgum Tyrklands í dag til að mótmæla því að landið hafi formlega dregið sig einhliða úr Istanbúl-samningnum. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af öðrum þjóðum sem eru aðilar að samningnum. 1.7.2021 20:29
Aflétta rýmingu á enn einu húsi í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar fundaði í dag og tók ákvörðun um að rýmingu á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð skyldi aflétt frá og með klukkan 21 í kvöld. Rýming er þó enn í gildi fyrir Laugaveg 15 og 17 en aurskriða féll á húsin tvö í fyrradag. 1.7.2021 19:58
Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1.7.2021 18:29
Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit. 30.6.2021 23:13
Cosby kominn heim Leikarinn og grínistinn Bill Cosby er nú frjáls ferða sinna og laus úr fangelsi aðeins nokkrum klukkutímum eftir að kynferðisbrotadómi yfir honum var snúið við af Hæstarétti Pensylvaníu. Cosby myndaði friðarmerkið svokallaða, eða „V-for-victory“ eins og það er kallað í frétt AP, með annarri hendi sinni þegar hann gekk inn á heimili sitt í úthverfi Fíladelfíu í kvöld. 30.6.2021 22:45
200 hlauparar munu valsa um flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld Reykjavíkurflugvöllur er áttatíu ára í dag og af því tilefni verður völlurinn opnaður efnt til miðnæturhlaups Isavia sem er allnokkuð sérstakt. 30.6.2021 22:34
Gerðu ítrekaðar tilraunir til að ræða við Hrauneigendur en var aldrei svarað Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að þyrlufyrirtækið hafi ítrekað gert tilraunir til að ná í landeigendur Hrauns á Reykjanesi þegar eldgosið í Geldingadölum var nýbyrjað en aldrei borið erindi sem erfiði. 30.6.2021 22:01
Guðni fullbólusettur og hvetur fólk til að styðja bólusetningarherferð Unicef Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk í dag síðari sprautu bóluefnis AstraZeneca í dag. Þessu greinir hann frá á Facebook og skrifar að hann sé nú í hópi ríflega 65 prósenta Íslendinga sem eru orðnir fullbólusettir. 30.6.2021 18:10
Varð yngsti stórmeistarinn í skáksögunni í dag Abhimanyu Mishra varð í dag sá yngsti til að fá titilinn stórmeistari í skák. Mishra er tólf ára gamall drengur frá New Jersey í Bandaríkjunum. Mishra tryggði sitt þriðja GM-viðmið í Búdapest en þá hafði hann þegar tryggt sér skákstigin 2500, sem þarf til að fá titil stórmeistara. 30.6.2021 17:45
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30.6.2021 17:14