Í myndbandinu má sjá Pétur spila á hvítan flygil ásamt því sem hann spókar sig við Sjómannaskólann í Reykjavík og úti í íslenskri náttúru.
Lagið er af væntanlegri plötu hans Legend of the Three Stars. Hann er á fullu í upptökum þessa dagana og stefnir á tónleikaferðalag þegar platan kemur út.