Tyrkland komið á lista yfir ríki sem tengjast barnahermennsku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2021 23:06 Tyrkland varð í dag fyrsta NATO ríkið til að rata á lista Bandaríkjanna um ríki sem tengjast barnahermennsku. EPA-EFE/KENZO TRIBOUILLARD Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert. Á lista utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að Tyrkland hafi veitt hersveitum Multan Surad í Sýrlandi beinan stuðning á undanförnu ári. Hersveitin er ein þeirra sem berst gegn stjórnarher Sýrlands og hefur það lengi verið þekkt að hún njóti stuðnings yfirvalda í Tyrklandi. Þá er sveitin þekkt fyrir að nýliða og nota „hermenn“ sem eru á barnsaldri. Á blaðamannafundi í dag sagði starfsmaður utanríkisráðuneytisins að Tyrkland tengist einnig barnahernaði í Líbíu. Yfirvöld í Washington vonist til þess að geta unnið úr málinu í samstarfi við yfirvöld í Ankara. Fréttastofa Reuters greinir frá. Tyrkland er fyrst aðildarríkja NATO sem hefur ratað á þennan lista. Tyrknesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið Sýrland og Líbía blandast í málið Tyrkland hefur lengi haldið út hernaðaraðgerðum í Sýrlandi bæði gegn hersveitum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og gegn hersveitum Kúrda, sem lengi hafa notið stuðnings Bandaríkjamanna. Þá hafa tyrkneskar hersveitir lengi barist samhliða sýrlenskum hermönnum. Margar þeirra hersveita sem Tyrkland tengist hafa verið sakaðar af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum að hafa ráðist gegn almennum borgurum og að hafa farið ránshendi um þorp og bæi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi hvatt Tyrki til að reyna að hafa hemil á þeim sýrlensku uppreisnarhersveitum sem þeir tengjast en Tyrkland hefur ávallt neitað öllum ásökunum á hendur félaga sinna. Þá hefur Tyrkland lengi tengst átökunum í Líbíu, bæði með herferðum eigin hersveita og annarra sem notið hafa stuðnings tyrkneskra yfirvalda. Til að mynda hefur stuðningur Tyrklands verið stjórnarher Líbíu mikil hjálp við að halda aftur af hersveitum sem sækja úr austri, en þær njóta margar hverjar stuðnings Egyptalands og Rússlands. Hefur þetta áhrif á Afganistan? Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eiga stjórnvöld, sem komast á þennan lista, yfir höfði sér einhvers konar takmarkanir er varða öryggisaðstoð á vegum Bandaríkjanna. Þá eru einnig einhver takmörk á því hvers konar vopn ríkin á listanum geta keypt frá Bandaríkjunum. Þó er ekki enn ljóst hvort þessar takmarkanir muni eiga við Tyrkland. Þá hafa einhverjar spurningar vaknað um það hvort þetta muni hafa áhrif á samningaviðræður Bandaríkjanna og Tyrklands um að Tyrkir muni taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan eftir að hersveitir Bandaríkjanna hafa yfirgefið landið alveg. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði í dag að ólíklegt sé að þetta muni hafa einhver áhrif á samningsviðræðurnar. „Ég vil ekki endilega tengja viðveru Tyrklands á þessum lista við samningsviðræðurnar sem standa nú yfir við Tyrkland, það er að segja vegna Afganistan eða annarra ríkja þar sem bæði ríki hafa hagsmuna að gæta,“ sagði hann. Tyrkland Bandaríkin Hernaður Sýrland Afganistan Tengdar fréttir Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7. apríl 2021 14:28 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Á lista utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að Tyrkland hafi veitt hersveitum Multan Surad í Sýrlandi beinan stuðning á undanförnu ári. Hersveitin er ein þeirra sem berst gegn stjórnarher Sýrlands og hefur það lengi verið þekkt að hún njóti stuðnings yfirvalda í Tyrklandi. Þá er sveitin þekkt fyrir að nýliða og nota „hermenn“ sem eru á barnsaldri. Á blaðamannafundi í dag sagði starfsmaður utanríkisráðuneytisins að Tyrkland tengist einnig barnahernaði í Líbíu. Yfirvöld í Washington vonist til þess að geta unnið úr málinu í samstarfi við yfirvöld í Ankara. Fréttastofa Reuters greinir frá. Tyrkland er fyrst aðildarríkja NATO sem hefur ratað á þennan lista. Tyrknesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið Sýrland og Líbía blandast í málið Tyrkland hefur lengi haldið út hernaðaraðgerðum í Sýrlandi bæði gegn hersveitum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og gegn hersveitum Kúrda, sem lengi hafa notið stuðnings Bandaríkjamanna. Þá hafa tyrkneskar hersveitir lengi barist samhliða sýrlenskum hermönnum. Margar þeirra hersveita sem Tyrkland tengist hafa verið sakaðar af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum að hafa ráðist gegn almennum borgurum og að hafa farið ránshendi um þorp og bæi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi hvatt Tyrki til að reyna að hafa hemil á þeim sýrlensku uppreisnarhersveitum sem þeir tengjast en Tyrkland hefur ávallt neitað öllum ásökunum á hendur félaga sinna. Þá hefur Tyrkland lengi tengst átökunum í Líbíu, bæði með herferðum eigin hersveita og annarra sem notið hafa stuðnings tyrkneskra yfirvalda. Til að mynda hefur stuðningur Tyrklands verið stjórnarher Líbíu mikil hjálp við að halda aftur af hersveitum sem sækja úr austri, en þær njóta margar hverjar stuðnings Egyptalands og Rússlands. Hefur þetta áhrif á Afganistan? Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eiga stjórnvöld, sem komast á þennan lista, yfir höfði sér einhvers konar takmarkanir er varða öryggisaðstoð á vegum Bandaríkjanna. Þá eru einnig einhver takmörk á því hvers konar vopn ríkin á listanum geta keypt frá Bandaríkjunum. Þó er ekki enn ljóst hvort þessar takmarkanir muni eiga við Tyrkland. Þá hafa einhverjar spurningar vaknað um það hvort þetta muni hafa áhrif á samningaviðræður Bandaríkjanna og Tyrklands um að Tyrkir muni taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan eftir að hersveitir Bandaríkjanna hafa yfirgefið landið alveg. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði í dag að ólíklegt sé að þetta muni hafa einhver áhrif á samningsviðræðurnar. „Ég vil ekki endilega tengja viðveru Tyrklands á þessum lista við samningsviðræðurnar sem standa nú yfir við Tyrkland, það er að segja vegna Afganistan eða annarra ríkja þar sem bæði ríki hafa hagsmuna að gæta,“ sagði hann.
Tyrkland Bandaríkin Hernaður Sýrland Afganistan Tengdar fréttir Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7. apríl 2021 14:28 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. 14. júní 2021 13:40
Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01
Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. 7. apríl 2021 14:28