„Hollywood-morðinginn“ dæmdur til dauða Maður sem myrti tvær konur, og fékk viðurnefnið Hollywood Ripper, í byrjun aldarinnar hefur verið dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir morðin, og tilraun til morðs, árið 2019 en vegna faraldursins var uppkvaðningu refsingar frestað þar til nú. 17.7.2021 07:53
Mikill erill vegna slagsmála á djamminu Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur undir morgun og þurfti lögregla nokkrum sinnum að stíga inn í slagsmál sem brutust út fyrir utan skemmtistaði. Tvisvar var sjúkrabíll kallaður út að skemmtistað í nótt eftir að gestur datt og meiddi sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 17.7.2021 07:14
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16.7.2021 16:31
Færa íslenska lagalista í bílaleigubíla Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur ráðist í viðamikið verkefni í samstarfi við tónlistarmanninn Svavar Knút og íslenskar bílaleigur til að kynna erlenda ferðamenn hér á landi fyrir íslenskri tónlist. 16.7.2021 14:44
Heimildamynd um Anthony Bourdain gagnrýnd fyrir gervirödd Heimildamynd um stjörnukokkinn Anthony Bourdain heitinn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa beitt gervigreind til að endurgera rödd kokksins. Leikstjóri myndarinnar staðfesti að rödd kokksins hafi verið endurgerð með hjálp gervigreindar og notuð í myndinni. 16.7.2021 14:10
„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16.7.2021 13:18
Måneskin gefur út nýtt tónlistarmyndband Måneskin, hljómsveitin sem bar sigur úr bítum í Eurovision á þessu ári fyrir hönd Ítalíu, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lagið I Wanna Be Your Slave. 16.7.2021 11:20
Antonio Banderas, Harrison Ford og Pheobe Waller-Bridge í nýrri Indiana Jones Næsta ævintýri fornleifafræðingsins Indiana Jones verður stjörnum prýtt en tilkynnt hefur verið að Antonio Banderas muni fara með hlutverk í næstu mynd, þeirri fimmtu í kvikmyndaseríunni. 16.7.2021 10:54
Tveir menn fundust látnir í lúxusvillu Gianni Versace Tveir karlmenn fundust látnir í gærmorgun í Miami á hótelherbergi í lúxusvillu sem áður var í eigu tískumógúlsins Gianni Versace, sem var myrtur í húsinu fyrir 24 árum síðan. Dauðsföllin eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Miami. 15.7.2021 16:12
Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15.7.2021 15:22