Lagið hefur slegið rækilega í gegn, sérstaklega á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tæplega 200 þúsund myndbönd hafa verið birt með lagið í bakgrunni.
Lagið kom út á nýjustu plötu sveitarinnar Teatro d‘ira – Vol. I, sem kom út um miðjan mars síðastliðinn. Lagkið er með meira en 178 milljón spilanir á Spotify enda hefur sveitin notið mikilla vinsælda frá því að hún tók Eurovision-bikarinn heim.
Sigurganga Måneskin hefur vakið mikla athygli og er sveitin með meira en 43 milljónir hlustenda mánaðarlega samkvæmt Spotify.
Myndbandið við lagið sjálft hefur þegar slegið í gegn á YouTube en meira en 5 milljónir hafa horft á myndbandið frá því það kom út í gær.