„Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15.7.2021 15:01
Veldið stækkar og barn númer tvö á leiðinni Lífið og lánið virðist leika við rapparann Herra Hnetusmjör þessa dagana, sem og blessað barnalánið. Sara Linneth Castañeda kærasta Árna Páls tilkynnti í dag að von væri á þeirra öðru barni. 15.7.2021 14:02
Meghan og Harry framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa tilkynnt að þau séu að framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix en þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu þeirra Archwell. Meghan er höfundur og framleiðandi þáttanna en þeir bera titilinn Pearl. 15.7.2021 12:37
Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15.7.2021 11:23
Myrtu alla James Bond Netverjar nokkrir tóku sig til og bjuggu til dauðasenur fyrir hvern James Bond, það er hverja útgáfu njósnarans sem leikin er af hverjum leikara. Netverjarnir sem um ræðir eru tæknibrellusérfræðingar sem halda úti YouTube-rásinni Corridor Crew. 15.7.2021 10:49
Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15.7.2021 10:01
Sjokk fyrir alla að bólusettur hafi smitast Rekstrarstjóri Bankastræti Club, þar sem upp kom smit hjá starfsmanni sem var á vakt á föstudags- og laugardagskvöld, segir það hafa verið mikið sjokk að bólusettur starfsmaður hafi smitast. Hún telur ekki að smitið muni hafa áhrif á rekstur staðarins en hann verður opinn um næstu helgi. 14.7.2021 20:50
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14.7.2021 16:42
„Mér er sama þó brjóstin nái niður að nafla“ Leikkonan Gillian Anderson hefur hlotið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir að hafa lýst því yfir í beinni útsendingu á Instagram að hún sleppi brjóstahöldurum alfarið þessa dagana. Anderson, sem er 52 ára gömul, er þekktust fyrir leik sinn í The X-files, The Crown og Sex Education. 14.7.2021 16:15
Þeramínspil í Máli og menningu Dúettinn Huldumaður og víbrasjón hefur verið á tónleikaferðalagi um norður- og vesturhluta landsins undanfarinn mánuð en sveitin hefur þá sérstöðu að nota hljóðfærið þeramín í tónlistinni. 14.7.2021 15:19