Sér hvað listamenn sem hún vinnur með eru ástríðufullir Esther Þorvaldsdóttir hefur í gegn um tíðina starfað á flestum sviðum tónlistarbransans en ferill hennar hófst sem aðstoðarmaður hjá menningarstjórnunarfyrirtækinu Aura. Á þeim áratugi sem liðinn er hefur hún keypt fyrirtækið og fært út kvíarnar. 14.7.2021 14:30
Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14.7.2021 13:02
Loki Laufeyjarson fær aðra seríu Hrekkjaguðinn Loki Laufeyjarson mun fá aðra sjónvarpsþáttaseríu hjá Marvel en lokaþáttur fyrstu seríunnar kom út í dag. Tilkynnt var um að önnur sería verði framleidd í kreditsenunni í lokaþættinum. 14.7.2021 10:41
Tiger King þættir Amazon hættir í framleiðslu? Svo virðist vera sem ekkert verði úr þáttum í framleiðslu Amazon um dýrahirðinn og dæmda glæpamanninn Joe Exotic, sem vakti mikla athygli í Netflix-heimildaþáttunum Tiger King. Leikarinn Nicolas Cage hafði tekið að sér aðalhlutverkið, sem Joe Exotic, en hann hefur ýjað að því að hann muni ekki fara með hlutverkið. 14.7.2021 10:00
„Hætti að segja brandara við barinn og fór að segja þá upp á sviði“ Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn segir að sjálfstraust hans hafi aukist verulega eftir að hann fór að nota samfélagsmiðla í þeim tilgangi að skemmta fólki. Hjálmar hefur notið mikillar velgengni í skemmtanaheiminum undanfarin ár en ferill hans hófst á Gullöldinni í Grafarvogi. 14.7.2021 09:08
Krúnan og Mandalorian sópa að sér Emmy tilnefningum Tilnefningar til Emmy verðlaunanna hafa verið tilkynntar og eru þar þáttaraðirnar The Crown og The Mandalorian tilnefningaflestar. Hvor þáttanna er tilnefndur til 24 verðlauna en á eftir fylgja WandaVision, Ted Lasso og Handmaid‘s Tale hvað tilnefningafjölda varðar. 13.7.2021 16:42
Hrakfarasögur ferðamanna rifjaðar upp Netverjar hafa farið að rifja upp hrakfarasögur ferðamanna sem komið hafa hingað til lands og í þann krappan á ferð um landið. 13.7.2021 16:33
Grúsk gefur frá sér nýtt lag Hljómsveitin Grúsk hefur gefið frá sér nýtt lag en það er þriðja lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem gefin verður út í haust. Tíu ár eru liðin síðan fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út en Grúsk var endurvakin á þessu ári. 13.7.2021 15:21
Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13.7.2021 14:43
Langtímaskortur á geðlæknum og bið eftir greiningu meira en þrjú ár „Ástandið í dag er alveg hrikalega slæmt. Það er langtímaskortur á geðlæknum og biðin hjá ADHD-teymi Landspítalans er komin yfir þrjú ár,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, í viðtali í þættinum Spjallið með Góðvild, sem birtist á Vísi í dag. 13.7.2021 12:45