Býðst líka til að borga miskabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2021 16:42 Haraldur Þorleifsson hefur boðist til að greiða lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem hafa verið kærð af Ingó veðurguði. Vísir/Sigurjón Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. Haraldur vakti mikla athygli í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingó kann a lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Haraldur hagnaðist verulega af sölu fyrirtækis síns, Ueno, til Twitter en síðan þá hefur hann starfað fyrir Twitter. Ok. Ég bjóst ekki við að þetta myndi fá svona mikla athygli. Ég vil ekki fara í viðtöl út af þessu máli. Fókusinn á að vera á þolendum. En til að taka af allan vafa: ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli. https://t.co/pVz58NXCNd— Halli (@iamharaldur) July 14, 2021 Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent fimm aðilum kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingólfs í fjölmiðlum. Þeir fimm eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmanna aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Haraldur skrifar á Twitter að hann hafi ekki búist við allri athyglinni sem honum hefur verið veitt vegna yfirlýsingarinnar. Hann vilji ekki fara í viðtöl og fókusinn eigi að vera á þolendum. „En til að taka af allan vafa: Ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli,“ skrifar Haraldur á Twitter. Greint var frá því fyrr í dag að Kristlín Dís hafi verið krafin um þrjár milljónir króna í miskabætur vegna fréttar sem hún skrifaði um mál Ingólfs. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ sagði Kristlín í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Henni er gefinn fimm daga frestur til að verða við þessum kröfum. Aðrir sem Ingólfur hefur krafist miskabóta af hafa ekki greint frá þeim kröfum sem þeim hefur verið gert að gangast við. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Haraldur vakti mikla athygli í gær þegar hann lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingó kann a lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. Haraldur hagnaðist verulega af sölu fyrirtækis síns, Ueno, til Twitter en síðan þá hefur hann starfað fyrir Twitter. Ok. Ég bjóst ekki við að þetta myndi fá svona mikla athygli. Ég vil ekki fara í viðtöl út af þessu máli. Fókusinn á að vera á þolendum. En til að taka af allan vafa: ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli. https://t.co/pVz58NXCNd— Halli (@iamharaldur) July 14, 2021 Lögmaður Ingólfs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent fimm aðilum kröfubréf vegna meintra ærumeiðinga í garð Ingólfs í fjölmiðlum. Þeir fimm eru Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn forsvarsmanna aðgerðahópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Haraldur skrifar á Twitter að hann hafi ekki búist við allri athyglinni sem honum hefur verið veitt vegna yfirlýsingarinnar. Hann vilji ekki fara í viðtöl og fókusinn eigi að vera á þolendum. „En til að taka af allan vafa: Ég borga lögfræðikostnað og miskabætur fyrir öll sem leita til mín sem verða kærð og/eða dæmd í þessu máli,“ skrifar Haraldur á Twitter. Greint var frá því fyrr í dag að Kristlín Dís hafi verið krafin um þrjár milljónir króna í miskabætur vegna fréttar sem hún skrifaði um mál Ingólfs. „Þess er krafist að ég biðji Ingó skriflega afsökunar og að sú afsökunarbeiðni verði birt á forsíðu Fréttablaðsins.is í 48 klukkustundir. Einnig er mér gert að borga þrjár milljónir í miskabætur og lögmann upp á 250.000 krónur. Verði ég ekki við þessu er áskilinn réttur til málshöfðunar án viðvörunar,“ sagði Kristlín í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Henni er gefinn fimm daga frestur til að verða við þessum kröfum. Aðrir sem Ingólfur hefur krafist miskabóta af hafa ekki greint frá þeim kröfum sem þeim hefur verið gert að gangast við.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur. 13. júlí 2021 22:01