Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráða­birgða­lögum

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, telur niðurstöðu Héraðsdóms um Hvammsvirkjun efnislega ranga. Líkt og fjallað hefur verið um var virkjunarleyfi Landsvirkjunar fellt úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni og ríkir mikil óvissa um framhaldið.

Um­fangs­mikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðju­stund í Hafnar­firði

Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka ef mikilvægir sæstrengir til landsins rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum.

Breytt af­staða til sölu á Ís­lands­banka og samgöngutruflanir

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við.

Heimilis­laus eftir brunann og finnst borgin bera á­byrgð

Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað.

Í­búar hafi óttast að svona gæti farið

Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið.

Sjá meira