Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:02 Júlíus Viggó Ólafsson er formaður Heimdallar. vísir Von er á mannmergð í Valhöll í dag þegar Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun bera upp til samþykktar lista af þeim fulltrúum sem félagið vill senda á landsfund. Samkvæmt skilaboðum virðist stefna í smölun á fundinn. Fundurinn hefst klukkan tvö í Valhöll en þá munu félagsmenn í Heimdalli koma saman og samþykkja eða synja þeim lista af þeim fulltrúum sem stjórn félagsins hefur ákveðið að senda á Landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin. Landsfundur samanstendur af fulltrúum sem ýmis félög innan flokksins senda á fundinn og komast færri að en vilja nú þegar baráttan um nýjan formann magnast. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar segir það ekki koma á óvart ef fundurinn á eftir verði vel sóttur. Er barist um sætin eða hvernig lýsir þú þessu? „Það er alltaf áhugi held ég og það hefur líka verið mikill upptaktur í starfinu hjá okkur í Heimdalli undanfarið þannig það myndi ekki koma mér á óvart ef það verður fjölmenni á eftir.“ Heimdallur er hlutfallslega með nokkuð mörg sæti á Landsfundi eða 44. Í vikunni greindi Sjálfstæðismaður til áratuga, hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi þar sem listi með nöfnum þeirra fulltrúa sem félagið sendir á landsfund var borinn upp til samþykktar. Sagði hann í frétt á Vísi að augljóslega hefði verið smalað á fundinn og að hann, fyrrverandi formaður félagsins, hefði ekki fengið sæti á landsfundi. Ljóst er að það stefnir í smölun á fund Heimdallar á eftir en í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum er viðtakandi beðinn um að mæta á fund Heimdallar til að kjósa tiltekinn lista og skrá sig svo bara úr flokknum eftir fundinn. Mikill hiti er í Sjálfstæðismönnum þessa dagana en það er þekkt að smalað sé á fundi flokksins.vísir Línur á landsfundi hafi ekki áhrif á fulltrúaval Júlíus Viggó hefur opinberlega komið fram sem stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur en hann hélt meðal annars ræðu á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi síðustu helgi. Hann segir línur á landsfundi ekki lita val félagsins á fulltrúum. Önnur skilaboð sem hafa verið í dreifingu og lýsa þeirri stemningu sem ríkir fyrir landsfundi.vísir Er von á átökum á fundinum á eftir með tilliti til þess að það eru tveir í framboði til formanns? „Ég veit það ekki, það er aldrei neitt útilokað. Við höfum unnið okkar tillögu, sem mun verða endanlega ákveðin á stjórnarfundi hjá Heimdalli á eftir, af heilindum og erum að vinna eftir því að skoða hverjir hafa verið virkir í starfinu og alls kyns sjónarmið. Þau sjónarmið eru aðallega þannig, hver hefur verið virkur í starfinu og kannski ef gamlir formenn hafa sótt um. Það hafa ekki ráðið för einhverjar línur á landsfundi og ég vona innilega að það fari nú ekki að hafa áhrif á val landsfundarfulltrúanna.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18 Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Fundurinn hefst klukkan tvö í Valhöll en þá munu félagsmenn í Heimdalli koma saman og samþykkja eða synja þeim lista af þeim fulltrúum sem stjórn félagsins hefur ákveðið að senda á Landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin. Landsfundur samanstendur af fulltrúum sem ýmis félög innan flokksins senda á fundinn og komast færri að en vilja nú þegar baráttan um nýjan formann magnast. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar segir það ekki koma á óvart ef fundurinn á eftir verði vel sóttur. Er barist um sætin eða hvernig lýsir þú þessu? „Það er alltaf áhugi held ég og það hefur líka verið mikill upptaktur í starfinu hjá okkur í Heimdalli undanfarið þannig það myndi ekki koma mér á óvart ef það verður fjölmenni á eftir.“ Heimdallur er hlutfallslega með nokkuð mörg sæti á Landsfundi eða 44. Í vikunni greindi Sjálfstæðismaður til áratuga, hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi þar sem listi með nöfnum þeirra fulltrúa sem félagið sendir á landsfund var borinn upp til samþykktar. Sagði hann í frétt á Vísi að augljóslega hefði verið smalað á fundinn og að hann, fyrrverandi formaður félagsins, hefði ekki fengið sæti á landsfundi. Ljóst er að það stefnir í smölun á fund Heimdallar á eftir en í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum er viðtakandi beðinn um að mæta á fund Heimdallar til að kjósa tiltekinn lista og skrá sig svo bara úr flokknum eftir fundinn. Mikill hiti er í Sjálfstæðismönnum þessa dagana en það er þekkt að smalað sé á fundi flokksins.vísir Línur á landsfundi hafi ekki áhrif á fulltrúaval Júlíus Viggó hefur opinberlega komið fram sem stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur en hann hélt meðal annars ræðu á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi síðustu helgi. Hann segir línur á landsfundi ekki lita val félagsins á fulltrúum. Önnur skilaboð sem hafa verið í dreifingu og lýsa þeirri stemningu sem ríkir fyrir landsfundi.vísir Er von á átökum á fundinum á eftir með tilliti til þess að það eru tveir í framboði til formanns? „Ég veit það ekki, það er aldrei neitt útilokað. Við höfum unnið okkar tillögu, sem mun verða endanlega ákveðin á stjórnarfundi hjá Heimdalli á eftir, af heilindum og erum að vinna eftir því að skoða hverjir hafa verið virkir í starfinu og alls kyns sjónarmið. Þau sjónarmið eru aðallega þannig, hver hefur verið virkur í starfinu og kannski ef gamlir formenn hafa sótt um. Það hafa ekki ráðið för einhverjar línur á landsfundi og ég vona innilega að það fari nú ekki að hafa áhrif á val landsfundarfulltrúanna.“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18 Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18
Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55