Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:02 Júlíus Viggó Ólafsson er formaður Heimdallar. vísir Von er á mannmergð í Valhöll í dag þegar Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun bera upp til samþykktar lista af þeim fulltrúum sem félagið vill senda á landsfund. Samkvæmt skilaboðum virðist stefna í smölun á fundinn. Fundurinn hefst klukkan tvö í Valhöll en þá munu félagsmenn í Heimdalli koma saman og samþykkja eða synja þeim lista af þeim fulltrúum sem stjórn félagsins hefur ákveðið að senda á Landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin. Landsfundur samanstendur af fulltrúum sem ýmis félög innan flokksins senda á fundinn og komast færri að en vilja nú þegar baráttan um nýjan formann magnast. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar segir það ekki koma á óvart ef fundurinn á eftir verði vel sóttur. Er barist um sætin eða hvernig lýsir þú þessu? „Það er alltaf áhugi held ég og það hefur líka verið mikill upptaktur í starfinu hjá okkur í Heimdalli undanfarið þannig það myndi ekki koma mér á óvart ef það verður fjölmenni á eftir.“ Heimdallur er hlutfallslega með nokkuð mörg sæti á Landsfundi eða 44. Í vikunni greindi Sjálfstæðismaður til áratuga, hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi þar sem listi með nöfnum þeirra fulltrúa sem félagið sendir á landsfund var borinn upp til samþykktar. Sagði hann í frétt á Vísi að augljóslega hefði verið smalað á fundinn og að hann, fyrrverandi formaður félagsins, hefði ekki fengið sæti á landsfundi. Ljóst er að það stefnir í smölun á fund Heimdallar á eftir en í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum er viðtakandi beðinn um að mæta á fund Heimdallar til að kjósa tiltekinn lista og skrá sig svo bara úr flokknum eftir fundinn. Mikill hiti er í Sjálfstæðismönnum þessa dagana en það er þekkt að smalað sé á fundi flokksins.vísir Línur á landsfundi hafi ekki áhrif á fulltrúaval Júlíus Viggó hefur opinberlega komið fram sem stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur en hann hélt meðal annars ræðu á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi síðustu helgi. Hann segir línur á landsfundi ekki lita val félagsins á fulltrúum. Önnur skilaboð sem hafa verið í dreifingu og lýsa þeirri stemningu sem ríkir fyrir landsfundi.vísir Er von á átökum á fundinum á eftir með tilliti til þess að það eru tveir í framboði til formanns? „Ég veit það ekki, það er aldrei neitt útilokað. Við höfum unnið okkar tillögu, sem mun verða endanlega ákveðin á stjórnarfundi hjá Heimdalli á eftir, af heilindum og erum að vinna eftir því að skoða hverjir hafa verið virkir í starfinu og alls kyns sjónarmið. Þau sjónarmið eru aðallega þannig, hver hefur verið virkur í starfinu og kannski ef gamlir formenn hafa sótt um. Það hafa ekki ráðið för einhverjar línur á landsfundi og ég vona innilega að það fari nú ekki að hafa áhrif á val landsfundarfulltrúanna.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18 Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Fundurinn hefst klukkan tvö í Valhöll en þá munu félagsmenn í Heimdalli koma saman og samþykkja eða synja þeim lista af þeim fulltrúum sem stjórn félagsins hefur ákveðið að senda á Landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin. Landsfundur samanstendur af fulltrúum sem ýmis félög innan flokksins senda á fundinn og komast færri að en vilja nú þegar baráttan um nýjan formann magnast. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar segir það ekki koma á óvart ef fundurinn á eftir verði vel sóttur. Er barist um sætin eða hvernig lýsir þú þessu? „Það er alltaf áhugi held ég og það hefur líka verið mikill upptaktur í starfinu hjá okkur í Heimdalli undanfarið þannig það myndi ekki koma mér á óvart ef það verður fjölmenni á eftir.“ Heimdallur er hlutfallslega með nokkuð mörg sæti á Landsfundi eða 44. Í vikunni greindi Sjálfstæðismaður til áratuga, hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi þar sem listi með nöfnum þeirra fulltrúa sem félagið sendir á landsfund var borinn upp til samþykktar. Sagði hann í frétt á Vísi að augljóslega hefði verið smalað á fundinn og að hann, fyrrverandi formaður félagsins, hefði ekki fengið sæti á landsfundi. Ljóst er að það stefnir í smölun á fund Heimdallar á eftir en í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum er viðtakandi beðinn um að mæta á fund Heimdallar til að kjósa tiltekinn lista og skrá sig svo bara úr flokknum eftir fundinn. Mikill hiti er í Sjálfstæðismönnum þessa dagana en það er þekkt að smalað sé á fundi flokksins.vísir Línur á landsfundi hafi ekki áhrif á fulltrúaval Júlíus Viggó hefur opinberlega komið fram sem stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur en hann hélt meðal annars ræðu á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi síðustu helgi. Hann segir línur á landsfundi ekki lita val félagsins á fulltrúum. Önnur skilaboð sem hafa verið í dreifingu og lýsa þeirri stemningu sem ríkir fyrir landsfundi.vísir Er von á átökum á fundinum á eftir með tilliti til þess að það eru tveir í framboði til formanns? „Ég veit það ekki, það er aldrei neitt útilokað. Við höfum unnið okkar tillögu, sem mun verða endanlega ákveðin á stjórnarfundi hjá Heimdalli á eftir, af heilindum og erum að vinna eftir því að skoða hverjir hafa verið virkir í starfinu og alls kyns sjónarmið. Þau sjónarmið eru aðallega þannig, hver hefur verið virkur í starfinu og kannski ef gamlir formenn hafa sótt um. Það hafa ekki ráðið för einhverjar línur á landsfundi og ég vona innilega að það fari nú ekki að hafa áhrif á val landsfundarfulltrúanna.“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18 Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18
Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55