Bubbi strandaglópur á Krít Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim. 4.8.2023 22:53
Rukkar umdeilt þjónustugjald vegna „algjörlegra fáránlegra“ kvöld- og helgartaxta Þjónustugjald sem leggst ofan á verð á matseðli veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur vakið athygli og telur formaður Neytendasamtakanna fyrirkomulagið líklega brjóta í bága við lög. Eigandi staðarins segir gjaldið vera valkvætt og ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. 4.8.2023 21:28
Samkeppnin mikil en rokkararnir tryggur hópur Stjórnendur veitingastaðarins Lemmy ráðast ekki á garðinn sem hann er lægstur og bjóða nú upp á sannkallaða rokkhátíð í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma og íbúar höfuðborgarsvæðisins yfirgefa suðvesturhornið í stórum stíl. 4.8.2023 20:20
Vonast til að geta skemmt sér eitthvað líka Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag. 4.8.2023 19:39
Lizzo segir ásakanir um fitusmánun vera ósannar Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi. 3.8.2023 13:21
María ráðin nýr fjármálastjóri HR María Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Háskólans í Reykjavík (HR). Hún tekur við starfinu af Ninju Ýr Gísladóttur. 3.8.2023 12:40
Kína boðar klukkutíma hámark á skjátíma barna Öll snjalltæki og snjallforrit í Kína þurfa að bjóða upp á sérstaka barnastillingu sem stórlega takmarkar skjánotkun barna og ólögráða ungmenna ef ný tillaga kínverskra yfirvalda nær fram að ganga. 3.8.2023 10:41
Gönguleiðir að gosstöðvunum opnar í dag Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gönguleiða gekk vel í gær og var nóttin tíðindalaus, að sögn lögreglu. Líkt og fyrri daga þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð viðbragðsaðila að halda. 3.8.2023 08:23
Öfgahægrimenn helsta hryðjuverkaógnin og engin merki um íslamska öfgamenn Öfgahægrimenn eru helsta hryðjuverkaógnin á Íslandi, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns og tilkynningum um einstaklinga sem aðhyllast öfgahægrihyggju farið fjölgandi. Ekki séu merki um íslamska öfgamenn hérlendis. 3.8.2023 07:48
Skipta með sér skýjunum Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil. 3.8.2023 07:09