Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2025 19:20 Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, telur að ráðgjafar stjórnvalda hafi mælt með því að allur hlutur ríkisins yrði seldur að þessu sinni. Stöð 2 Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ákvað í dag að nýta heimild til klára sölu á öllum eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í ljósi mikillar eftirspurnar en einnig stóð til boða að selja hluta af honum síðar. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, segir þessa ákvörðun ekki hafa komið sér á óvart. „Maður fann það strax á fyrsta degi útboðsins og enn þá meira í gær að það var að myndast gríðarlega mikil stemning fyrir útboðinu og þá sérstaklega hjá almenningi, minni fjárfestum, sem njóta forgangs í útboðinu. Þannig að manni þótti líklegt að ríkissjóður myndi stækka útboðið upp í hámarkið sem það hefur gert og það þýðir að það er verið að selja fyrir að lágmarki 90 milljarða,“ sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé óljóst hvað söluverðið verður í tilboðsbókum B og C sem séu ætlaðar stærri fjárfestum á borð við lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og erlenda fjárfesta. „Þeir hafa væntanlega skilað inn tilboði á hærra verði heldur en almenningur og þar af leiðandi gætu þessir níutíu milljarðar orðið kannski nálægt 100 milljörðum. Ég held að þetta sé líklega stærsta eignasala ríkisins frá upphafi.“ Íslandsbanki að fullu kominn í einkaeigu „Við sáum þegar ríkið hratt af stað söluferli á Íslandsbanka sumarið 2021 þá er um að ræða stærsta frumútboð í Íslandssögunni upp á 55 milljarða og núna er þetta sala sem er næstum tvöfalt stærri. Að mínu viti er þetta jákvætt hvað það varðar að þarna er bundinn endi á eignarhald sem hefur nú verið í sautján ár samfellt sem hefur verið að meirihluta fyrst í eigu slitabús gömlu bankanna og síðan ríkissjóðs. Svo núna er þessi banki að fullu kominn í einkaeigu,“ bætir Hörður við. Erfitt sé að leggja mat á það á þessari stundu hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá stjórnvöldum að ganga frá sölu á öllum hlutum í Íslandsbanka á einu bretti. Höfuðstöðvar Íslandsbanka eru í Norðurturninum í Kópavogi. vísir/vilhelm „Við höfum ekki nægilega miklar upplýsingar um það hvernig tilboðin sem liggja á borðinu líta út. Það skiptir máli þegar útboðið er búið og kaupendur fá afhend bréfin sín í næstu viku að það hafi verið nægjanlega mikil umframeftirspurn í tilboðsbókum B og C hjá stærri fjárfestum sem hafi réttlætt það að selja allan hlutinn. Að öðrum kosti þá er alltaf hætta á því að ef þessir fjárfestar hafa ekki sýnt gríðarlega mikinn áhuga, eins og almenningur, að gengið kunni þá að vera undir þrýstingi til lækkunar. Við vitum það ekki,“ segir Hörður. „Ég trúi ekki öðru heldur en að ráðgjafar ríkissjóðs í þessu ferli hafi ekki mælt með því að selja allan hlut nema það hafi verið staðan. Mér fannst alltaf liggja fyrir þegar söluferlið hófst að það væri mjög líklega mikil pólitísk freisting af hálfu seljandans, ríkisins, ef það gæfist færi á því að selja allan hlutinn á einu bretti og þurfa ekki að gera þetta að nýju.“ Skili ríkissjóði meiru á þessu ári en gert var ráð fyrir Stjórnvöld hyggjast nýta söluandvirðið til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og hefur verið gert ráð fyrir sölunni í fjárlögum og fjármálaáætlun. „Ég held að ég fari rétt með að takist að selja hlutinn á einu bretti núna fyrir mögulega hátt í hundrað milljarða þýðir að ríkið er að fá meira í sinn hlut á þessu ári heldur er áætlað. Það er jákvætt að lækka skuldahlutföllin fyrr heldur en ella og þýðir að ríkið verði þá umsvifaminni í að sækja sér fjármagn á skuldabréfamarkaði sem aftur þýðir mögulega að vextir á markaði gætu lækkað meira en ella,“ segir Hörður að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. 13. maí 2025 19:03 Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. 13. maí 2025 18:18 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ákvað í dag að nýta heimild til klára sölu á öllum eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í ljósi mikillar eftirspurnar en einnig stóð til boða að selja hluta af honum síðar. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, segir þessa ákvörðun ekki hafa komið sér á óvart. „Maður fann það strax á fyrsta degi útboðsins og enn þá meira í gær að það var að myndast gríðarlega mikil stemning fyrir útboðinu og þá sérstaklega hjá almenningi, minni fjárfestum, sem njóta forgangs í útboðinu. Þannig að manni þótti líklegt að ríkissjóður myndi stækka útboðið upp í hámarkið sem það hefur gert og það þýðir að það er verið að selja fyrir að lágmarki 90 milljarða,“ sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé óljóst hvað söluverðið verður í tilboðsbókum B og C sem séu ætlaðar stærri fjárfestum á borð við lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og erlenda fjárfesta. „Þeir hafa væntanlega skilað inn tilboði á hærra verði heldur en almenningur og þar af leiðandi gætu þessir níutíu milljarðar orðið kannski nálægt 100 milljörðum. Ég held að þetta sé líklega stærsta eignasala ríkisins frá upphafi.“ Íslandsbanki að fullu kominn í einkaeigu „Við sáum þegar ríkið hratt af stað söluferli á Íslandsbanka sumarið 2021 þá er um að ræða stærsta frumútboð í Íslandssögunni upp á 55 milljarða og núna er þetta sala sem er næstum tvöfalt stærri. Að mínu viti er þetta jákvætt hvað það varðar að þarna er bundinn endi á eignarhald sem hefur nú verið í sautján ár samfellt sem hefur verið að meirihluta fyrst í eigu slitabús gömlu bankanna og síðan ríkissjóðs. Svo núna er þessi banki að fullu kominn í einkaeigu,“ bætir Hörður við. Erfitt sé að leggja mat á það á þessari stundu hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá stjórnvöldum að ganga frá sölu á öllum hlutum í Íslandsbanka á einu bretti. Höfuðstöðvar Íslandsbanka eru í Norðurturninum í Kópavogi. vísir/vilhelm „Við höfum ekki nægilega miklar upplýsingar um það hvernig tilboðin sem liggja á borðinu líta út. Það skiptir máli þegar útboðið er búið og kaupendur fá afhend bréfin sín í næstu viku að það hafi verið nægjanlega mikil umframeftirspurn í tilboðsbókum B og C hjá stærri fjárfestum sem hafi réttlætt það að selja allan hlutinn. Að öðrum kosti þá er alltaf hætta á því að ef þessir fjárfestar hafa ekki sýnt gríðarlega mikinn áhuga, eins og almenningur, að gengið kunni þá að vera undir þrýstingi til lækkunar. Við vitum það ekki,“ segir Hörður. „Ég trúi ekki öðru heldur en að ráðgjafar ríkissjóðs í þessu ferli hafi ekki mælt með því að selja allan hlut nema það hafi verið staðan. Mér fannst alltaf liggja fyrir þegar söluferlið hófst að það væri mjög líklega mikil pólitísk freisting af hálfu seljandans, ríkisins, ef það gæfist færi á því að selja allan hlutinn á einu bretti og þurfa ekki að gera þetta að nýju.“ Skili ríkissjóði meiru á þessu ári en gert var ráð fyrir Stjórnvöld hyggjast nýta söluandvirðið til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og hefur verið gert ráð fyrir sölunni í fjárlögum og fjármálaáætlun. „Ég held að ég fari rétt með að takist að selja hlutinn á einu bretti núna fyrir mögulega hátt í hundrað milljarða þýðir að ríkið er að fá meira í sinn hlut á þessu ári heldur er áætlað. Það er jákvætt að lækka skuldahlutföllin fyrr heldur en ella og þýðir að ríkið verði þá umsvifaminni í að sækja sér fjármagn á skuldabréfamarkaði sem aftur þýðir mögulega að vextir á markaði gætu lækkað meira en ella,“ segir Hörður að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. 13. maí 2025 19:03 Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. 13. maí 2025 18:18 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51
Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. 13. maí 2025 19:03
Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. 13. maí 2025 18:18
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent