Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ólafía Þórunn í skýjunum með frum­burðinn

Sonur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur atvinnukylfings og Thomas Bojanowski kom í heiminn þann 29. júní og er parið í skýjum með frumburðinn. Frá þessu greinir Ólafía í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún birtir glæsilega mynd af nýburanum.

Fjöldi far­þega þre­faldaðist milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga.

Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfsi­de

Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi.

Allt sem þau heyrðu reyndist vera satt

Von er á 23 farþegavélum til landsins í dag og hafa þær ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Hröð aukning hefur verið í fjölda komuvéla á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur og samhliða því berast fregnir af örtröð í landamæraskimun, starfsmannaskorti ferðaþjónustuaðila og yfirvofandi vöntun á bílaleigubílum.

Skoða að færa KFC nær Akureyri

Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár.

Ás­laug og Guð­laugur ó­sam­mála um niður­stöðu yfir­kjör­stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti.

Sjá meira