Nemendur Fossvogsskóla byrja í húsnæði Hjálpræðishersins á mánudag Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 14:44 Húsnæðið var tekið í notkun í desember á síðasta ári. Hjálpræðisherinn Yfirgnæfandi meirihluti foreldra og kennara sem tóku þátt í könnun borgarinnar um fyrirkomulag skólahalds í Fossvogsskóla vill að skólastarfið fari fram í húsnæði Hjálpræðishersins. Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk færi fram í gámum á skólalóðinni vegna myglu í skólahúsnæðinu en ekki tókst að klára frágang í tæka tíð. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram en mikil óánægja var með þá niðurstöðu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi í gær út könnun til starfsmanna og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla þar sem hugur þeirra til þriggja valkosta í húsnæðismálum fyrir fyrstu vikur skólaársins var kannaður. Lítill stuðningur við kennslu í Korpuskóla Um 70% foreldra og 90% og starfsfólks völdu að börnin myndu fara með skólarútu í nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun byggða á niðurstöðunum og munu árgangarnir hefja nám í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hinir valkostirnir voru annars vegar að halda sig við kennslu í Víkingsheimilinu og hins vegar að 2. bekk yrði kennt þar en 3. og 4. bekkur færi með rútu í Korpuskóla. Aðstaðan í húsnæði Hjálpræðishersins. Hjálpræðisherinn hefur boðið afnot að húsakynnum sínum fyrir fyrstu vikur skólaársins. „Skólastjórnendur og annað starfsfólk hafa kynnt sér aðstæður þar síðustu daga og segja þær til fyrirmyndar. Húsnæðið var tekið í notkun í desember á síðasta ári og þar eru loftgæði með besta móti og hljóðvist til fyrirmyndar. Kennsla mun fara fram í rúmgóðum rýmum með stórum gluggum. Þá er aðstaða fyrir kennara mjög góð,“ segir í tilkynningu. „Salernisaðstaða er mjög aðgengileg og þægileg, auk þess sem beinn aðgangur er að garði sunnan við húsið. Á lóð hússins eru ný leiktæki, vellir fyrir boltaleiki og stutt í önnur útivistarsvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk færi fram í gámum á skólalóðinni vegna myglu í skólahúsnæðinu en ekki tókst að klára frágang í tæka tíð. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram en mikil óánægja var með þá niðurstöðu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi í gær út könnun til starfsmanna og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla þar sem hugur þeirra til þriggja valkosta í húsnæðismálum fyrir fyrstu vikur skólaársins var kannaður. Lítill stuðningur við kennslu í Korpuskóla Um 70% foreldra og 90% og starfsfólks völdu að börnin myndu fara með skólarútu í nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun byggða á niðurstöðunum og munu árgangarnir hefja nám í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hinir valkostirnir voru annars vegar að halda sig við kennslu í Víkingsheimilinu og hins vegar að 2. bekk yrði kennt þar en 3. og 4. bekkur færi með rútu í Korpuskóla. Aðstaðan í húsnæði Hjálpræðishersins. Hjálpræðisherinn hefur boðið afnot að húsakynnum sínum fyrir fyrstu vikur skólaársins. „Skólastjórnendur og annað starfsfólk hafa kynnt sér aðstæður þar síðustu daga og segja þær til fyrirmyndar. Húsnæðið var tekið í notkun í desember á síðasta ári og þar eru loftgæði með besta móti og hljóðvist til fyrirmyndar. Kennsla mun fara fram í rúmgóðum rýmum með stórum gluggum. Þá er aðstaða fyrir kennara mjög góð,“ segir í tilkynningu. „Salernisaðstaða er mjög aðgengileg og þægileg, auk þess sem beinn aðgangur er að garði sunnan við húsið. Á lóð hússins eru ný leiktæki, vellir fyrir boltaleiki og stutt í önnur útivistarsvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12
Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17