Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 08:12 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er gagnrýnin á framgang borgaryfirvalda. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk myndi fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið vegna mygluvanda í skólahúsnæðinu. Gámarnir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Foreldrar barna við skólann hafa mótmælt þessari niðurstöðu og framgöngu borgarinnar í málefnum skólans. Einnig hefur fundist mygla í leikskólanum Kvistaborg. Ekki börnunum boðlegt Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir óboðlegt hve langan tíma framkvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla hafa tekið. Þetta er haft eftir henni í Morgunblaðinu í dag en Lilja er í hópi foreldra nemenda við skólann. „Þetta vandamál var umfangsmeira en menn héldu í fyrstu og frágangurinn reyndist ekki vera eins og best verður á kosið og þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma,“ segir hún. „Það er þó börnunum ekki boðlegt því að tíminn líður svo hratt og hver dagur skiptir máli.“ Þá segir hún foreldra ansi hrædda um að lausnin á húsnæðisvanda skólans sé ekki tímabundin. Kanna vilja foreldra Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í gær þar sem þeir voru boðnir eftirfarandi kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis í dag til að svara könnuninni. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda. Lausnir væru í sjónmáli en sennilegt væri að Víkingsheimilið yrði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Foreldrar Fossvogsskólabarna harðorðir: „Mál er að linni“ „Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu. 19. ágúst 2021 09:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk myndi fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið vegna mygluvanda í skólahúsnæðinu. Gámarnir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Foreldrar barna við skólann hafa mótmælt þessari niðurstöðu og framgöngu borgarinnar í málefnum skólans. Einnig hefur fundist mygla í leikskólanum Kvistaborg. Ekki börnunum boðlegt Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir óboðlegt hve langan tíma framkvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla hafa tekið. Þetta er haft eftir henni í Morgunblaðinu í dag en Lilja er í hópi foreldra nemenda við skólann. „Þetta vandamál var umfangsmeira en menn héldu í fyrstu og frágangurinn reyndist ekki vera eins og best verður á kosið og þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma,“ segir hún. „Það er þó börnunum ekki boðlegt því að tíminn líður svo hratt og hver dagur skiptir máli.“ Þá segir hún foreldra ansi hrædda um að lausnin á húsnæðisvanda skólans sé ekki tímabundin. Kanna vilja foreldra Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í gær þar sem þeir voru boðnir eftirfarandi kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis í dag til að svara könnuninni. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda. Lausnir væru í sjónmáli en sennilegt væri að Víkingsheimilið yrði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Foreldrar Fossvogsskólabarna harðorðir: „Mál er að linni“ „Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu. 19. ágúst 2021 09:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44
Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17
Foreldrar Fossvogsskólabarna harðorðir: „Mál er að linni“ „Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu. 19. ágúst 2021 09:33