Kosningabaráttan, málefni aldraðra og menntamál í Sprengisandi Kosningarnar eru í brennidepli í þessum síðasta þætti Sprengisands á Bylgjunni fyrir kosningarnar 25. september. 19.9.2021 10:00
Von á næstu haustlægð í kvöld Í dag er spáð vestan og suðvestan 3 til 10 metrar á sekúndu, skýjað með köflum og stöku skúrum en sunnan 8 til 13 og bjartviðri fram eftir degi á Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast austanlands. 19.9.2021 07:51
Vísað út af bráðamóttöku Lögregla hafði afskipti af ölvuðum manni sem reyndi að komast heim til sín. Maðurinn hafði farið húsvillt og var farinn að berja húsið allt að utan til að reyna að komast inn. 19.9.2021 07:30
Komin með nóg af Þór en langaði samt að segja sögu sem þau þekktu „Við vorum komin með nóg af Óðni, Þór og öllu þessu en okkur langaði samt að segja sögu sem við þekktum,“ segir Maríu Guðmundsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Parity. 18.9.2021 17:01
73 nemendur Ölduselsskóla í sóttkví 73 nemendur í þriðja og fjórða bekk Ölduselsskóla í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að samnemendur greindust með Covid-19 í gær. Þá eru fimm starfsmenn skólans komnir í sóttkví. 18.9.2021 14:26
Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Stjórn Talibana í Afganistan tilkynnti í gær að miðskólar yrðu opnaðir á ný eftir mánaðarlangt hlé. Hvergi er minnst á stúlkur í yfirlýsingunni og er talið að stjórnarliðar vilji þar með banna stelpum að sækja miðskóla í landinu. 18.9.2021 12:00
Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. 18.9.2021 08:41
Heimilisofbeldi og hópslagsmál á borði lögreglu Tæplega hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 til 05 í nótt. Karlmaður var handtekinn í Laugardal sakaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Var sá vistaður í fangaklefa. 18.9.2021 07:59
Mælanleg vinstri sveifla viku fyrir kosningar Greinilega sveiflu til vinstri má sjá í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Eykst fylgi Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Sósíalista milli kannanna á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar töluvert. 18.9.2021 07:29
Fullyrðingar um lægsta verðið úrskurðaðar „ósannaðar og villandi“ Orkan mátti ekki segja að fyrirtækið væri með lægsta verðið eða ódýrasta eldsneytið á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur bannað Orkunni nota fullyrðingarnar í auglýsingum sínum. 17.9.2021 14:49