Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 11:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um tvo klukkutíma. Þannig þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan ellefu og rýma staðinn á miðnætti. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Allt að 1.500 geta komið saman að því gefnu að allir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi og beri grímur. Svandís sagði ekkert því til fyrirstöðu að jólatónleikar fari fram og leikhús haldi starfsemi áfram sömuleiðis. Gildir í fjórar vikur Breytingar á grímuskyldu taka gildi á morgun líkt og áður segir en aðrar breytingar miðvikudaginn 10. nóvember. Gildir reglugerðin í fjórar vikur eða til og með 8. desember. Börn sem eru fimmtán ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, til dæmis hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu. Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa eins metra nálægðarreglu. Náðuðu þið samstöðu um þetta? „Það voru svona deildar meiningar um niðurstöðuna en ábyrgðin er hjá mér svo ég ber ábyrgð á niðurstöðunni,“ segir Svandís. Aðspurð um hvaða leið aðrir ráðherrar sem voru ósammála þessari ákvörðun hafi talað fyrir segir Svandís að þeir þurfi að tala fyrir sig. Hún bætir við að minnisblað sóttvarnalæknis hafa verið öðruvísi en áður. Til að mynda hafi hann farið yfir fyrri takmarkanir og lagt til að horft yrði til hverrar fyrir sig eða þeim blandað saman. Hún hafi valið að fara vissan meðalveg og upplýst Þórólf um það. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að hann telji hertar takmarkanir innanlands nauðsynlegar til að forða því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu með ófyrirséðum aðgerðum. Ná þurfi daglegum fjölda smita niður í 40 til 50 og viðhalda þeirri stöðu með takmörkunum þar til betra ónæmi næst í samfélaginu með örvunarbólusetningum og náttúrulegri sýkingu. Aldrei fleiri greinst á einum degi 167 greindust innanlands með Covid-19 í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Sextán eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en voru sautján í gær. Fimm eru á gjörgæslu. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna þar sem fyrri ráðstafanir hafi virkað til að hægja á faraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill reyna að ná daglegum tilfellum niður í 40 til 50. Vísir/Egill „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir tilkynnti fyrr í dag að hann mæli nú með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis gegn Covid-19. Í tilkynningu sagði hann að Covid-19 tilfellum haldi áfram að fjölga og farið sé að bera á auknum alvarlegum veikindum, innlögnum og aukinni þörf fyrir gjörgæslumeðferð. Þess vegna sé gagnsemi örvunarbólusetningar til að efla varnir fólks orðin klár. Frá því að bylgja faraldursins sem nú gengur yfir tók að rísa um miðjan júlí hafa tæplega 7.300 greinst með Covid-19. Þá hafa um 160 lagst inn á sjúkrahús, 33 á gjörgæsludeild, 17 þurft á öndunarvél að halda og fjórir látist. Samantekt úr tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins Strax á miðnætti tekur gildi grímuskylda; skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tekur gildi frá og með 6. nóvember). - Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. - Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímuskylda á viðskiptavinum. - Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu. Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og framhaldsskólum með notkun hraðprófa. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Fréttin hefur verið uppfærð.
Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um tvo klukkutíma. Þannig þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan ellefu og rýma staðinn á miðnætti. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Allt að 1.500 geta komið saman að því gefnu að allir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi og beri grímur. Svandís sagði ekkert því til fyrirstöðu að jólatónleikar fari fram og leikhús haldi starfsemi áfram sömuleiðis. Gildir í fjórar vikur Breytingar á grímuskyldu taka gildi á morgun líkt og áður segir en aðrar breytingar miðvikudaginn 10. nóvember. Gildir reglugerðin í fjórar vikur eða til og með 8. desember. Börn sem eru fimmtán ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, til dæmis hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu. Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa eins metra nálægðarreglu. Náðuðu þið samstöðu um þetta? „Það voru svona deildar meiningar um niðurstöðuna en ábyrgðin er hjá mér svo ég ber ábyrgð á niðurstöðunni,“ segir Svandís. Aðspurð um hvaða leið aðrir ráðherrar sem voru ósammála þessari ákvörðun hafi talað fyrir segir Svandís að þeir þurfi að tala fyrir sig. Hún bætir við að minnisblað sóttvarnalæknis hafa verið öðruvísi en áður. Til að mynda hafi hann farið yfir fyrri takmarkanir og lagt til að horft yrði til hverrar fyrir sig eða þeim blandað saman. Hún hafi valið að fara vissan meðalveg og upplýst Þórólf um það. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að hann telji hertar takmarkanir innanlands nauðsynlegar til að forða því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu með ófyrirséðum aðgerðum. Ná þurfi daglegum fjölda smita niður í 40 til 50 og viðhalda þeirri stöðu með takmörkunum þar til betra ónæmi næst í samfélaginu með örvunarbólusetningum og náttúrulegri sýkingu. Aldrei fleiri greinst á einum degi 167 greindust innanlands með Covid-19 í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Sextán eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en voru sautján í gær. Fimm eru á gjörgæslu. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna þar sem fyrri ráðstafanir hafi virkað til að hægja á faraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill reyna að ná daglegum tilfellum niður í 40 til 50. Vísir/Egill „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir tilkynnti fyrr í dag að hann mæli nú með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis gegn Covid-19. Í tilkynningu sagði hann að Covid-19 tilfellum haldi áfram að fjölga og farið sé að bera á auknum alvarlegum veikindum, innlögnum og aukinni þörf fyrir gjörgæslumeðferð. Þess vegna sé gagnsemi örvunarbólusetningar til að efla varnir fólks orðin klár. Frá því að bylgja faraldursins sem nú gengur yfir tók að rísa um miðjan júlí hafa tæplega 7.300 greinst með Covid-19. Þá hafa um 160 lagst inn á sjúkrahús, 33 á gjörgæsludeild, 17 þurft á öndunarvél að halda og fjórir látist. Samantekt úr tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins Strax á miðnætti tekur gildi grímuskylda; skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tekur gildi frá og með 6. nóvember). - Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. - Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímuskylda á viðskiptavinum. - Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu. Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og framhaldsskólum með notkun hraðprófa. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Fréttin hefur verið uppfærð.
Strax á miðnætti tekur gildi grímuskylda; skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tekur gildi frá og með 6. nóvember). - Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. - Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímuskylda á viðskiptavinum. - Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu. Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og framhaldsskólum með notkun hraðprófa. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember).
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. 5. nóvember 2021 08:16 Sextán ára og eldri fái örvunarskammt Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19. 5. nóvember 2021 10:26 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51
Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. 5. nóvember 2021 08:16
Sextán ára og eldri fái örvunarskammt Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19. 5. nóvember 2021 10:26