Svona var 190. upplýsingafundurinn Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 14:28 Þríeykið snýr aftur. Vísir/Vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. Á fundinum fór Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir yfir framgang faraldursins hér á landi. Með Þórólfi á fundinum voru þau Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Útsending fundarins rofnaði rétt eftir að hann hófst og tókst tæknimönnum ekki að koma útsendingunni aftur af stað. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður hægt að fylgjast með textalýsingu neðst í fréttinni og útsendingu á sjónvarpstöðinni Stöð 2 Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku af honum í heild sinni. Alls greindust 167 manns með kórónuveiruna innanlands í gær. Ríkisstjórnin greindi frá því skömmu fyrir hádegi að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir taki gildi næsta miðvikudag og tekin verði upp grímuskylda frá og með morgundeginum. Grímuskylda verður tekin upp þar sem ekki verður hægt að halda eins metra fjarlægð. Þá verður opnunartími veitinga- og skemmtistaða styttur um tvo klukkutíma. Alla fyrri upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis vegna faraldurs kórónuveirunnar má sjá á sérstakri undirsíðu Vísis. Smellið hér.
Með Þórólfi á fundinum voru þau Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Útsending fundarins rofnaði rétt eftir að hann hófst og tókst tæknimönnum ekki að koma útsendingunni aftur af stað. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður hægt að fylgjast með textalýsingu neðst í fréttinni og útsendingu á sjónvarpstöðinni Stöð 2 Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku af honum í heild sinni. Alls greindust 167 manns með kórónuveiruna innanlands í gær. Ríkisstjórnin greindi frá því skömmu fyrir hádegi að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir taki gildi næsta miðvikudag og tekin verði upp grímuskylda frá og með morgundeginum. Grímuskylda verður tekin upp þar sem ekki verður hægt að halda eins metra fjarlægð. Þá verður opnunartími veitinga- og skemmtistaða styttur um tvo klukkutíma. Alla fyrri upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis vegna faraldurs kórónuveirunnar má sjá á sérstakri undirsíðu Vísis. Smellið hér.
Alla fyrri upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis vegna faraldurs kórónuveirunnar má sjá á sérstakri undirsíðu Vísis. Smellið hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum. 5. nóvember 2021 14:05 Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum. 5. nóvember 2021 14:05
Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11